Hjá okkur er þetta þannig að börnin hlýða stóru foringjunum en við, unlingarnir, fáum enga virðingu. Það er mjög óþægilegt, sama hvað ég geri fæ ég bara ekki sum börn til að hlýða mér. Prófa að vera reið, leið, góð, ströng, múta þeim, ekkert virkar. Virkar helst að gera sig eldrauða í framan og öskra af öllum lífs og sálar kröftum, en ég hef bara ekki orku í að gera það heila helgi. Væri til í að vita hvernig maður á að fá þau til að hlýða sér.