Þetta er vegna gjaldeyris. Til þess að kaupa erlendar vörur þurfum við að hafa erlenda peninga. Tökum dæmi: Kaupmaður kaupir 100 stk. Diesel gallabuxur frá bandaríkjunum. Bandaríski kaupmaðurinn hefur þó ekkert gera með krónur, hann vill fá greitt í bandaríkjadölum. Þess vegna verður einhver annar, t.d. fiskverkun, að selja fisk til bandaríkjanna, fá greitt í dollurum og fara með dollarana niður í seðlabanka og fá krónur fyrir. Þá getur kaupmaðurinn farið niður í seðlabanka og keypt dollara...