Ég verð nú að vera svolítið ósammála þér. Það er rétt að ef maður færi að keppa í MMA eða slást í alvöru, og myndi nota keppnisreglur í Taekwondo, þá væri maður “screwed”. Aftur á móti, ef maður hugsar aðeins lengra en bara þetta traditional-dæmi, þá gerir maður sér náttúrulega grein fyrir því að nota hné og olnboga, ekki standa galopinn og EKKI reyna einhver 540° hringspörk í bardaga. Ég t.d. æfi Taekwondo, og ég skal alveg viðurkenna að einhver BJJ-gaur eða slíkur gæti unnið mig léttilega,...