Var ekki búinn að heyra Ever Fallen In Love með Buzzcocks en fannst það magnað með Thursday. Gaman að heyra það með Buzzcocks, söngurinn gengur einhvern veginn upp, þrátt fyrir hvað hann er skrýtinn.. svo lengi sem maður horfir ekki á söngvarann :D
Eins og ég sagði við Nobody, þetta er bara til viðmiðunar og þú getur hunsað það eins og þú vilt ^^ Ef það er það eina sem þér finnst vitlaust hjá mér er ég meira en ánægður :D
Jájá.. en í A Game of Thrones er þetta heldur subbulegra. :D Skil samt alveg hvað þú ert að segja. L.O.T.R. eru frekar þungar, það er alveg rétt.. en sagan er samt frekar meinlaus. Málið er samt að þessar sögur sem ég nefndi voru einungis til viðmiðunar og þú mátt alveg stroka yfir L.O.T.R. í huganum eða færa það eitthvert annað.
Nú veit ég ekki.. kannski um að gera að spyrja þann sem gerði hana? Bætt við 14. mars 2007 - 19:52 Djók. Ef þú lest A Game of Thrones þá sérðu muninn á fantasíu fyrir unglinga og fyrir fullorðna. Lítið um sifjaspell, morðtilraunir á hendur 9 ára krakka og fleira þess háttar í LOTR.
Einu sinni var ég með enskukennara frá Tyrklandi eða eitthvað. Hún hefur ábyggilega ekkert verið allt of slæmur kennari, sem slíkur.. en það er svolítið erfitt að læra eitthvað þegar hún talaði ekki íslensku og enginn skildi það sem hún var að segja á ensku.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..