Bastich 2. september 2005 - 21:37:58 Fyrra álit Svara En undarleg tilviljun. Ég er einmitt að heyra það að það sé verið að endurútgefa Ísfólkið frá upphafi, og þá sprettur upp þessi umræða hérna á Huga. Áhugasamir geta glaðst yfir því að fyrstu tvær bækurnar verða, að öllum líkindum, komnar út fyrir áramót og það í glænýrri þýðingu, enda var gamla þýðingin barn síns tíma. Undir þeim kringumstæðum finnst mér það vera fásinna að vinsæll bókabálkur upp á 75 bækur fái ekki sitt umræðuhornið...