Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Satine
Satine Notandi frá fornöld Kvenmaður
384 stig
Music.. my escape from reality.

Re: Artemis Fowl - gleði gleði!

í Bækur fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég man að ég las fyrstu bókina og fannst hana góð.. svo bara komst ég ekki inní aðra bók og gafst upp. Kannski maður fari að kíkja á þessar bækur aftur.

Re: Mínar uppáhalds persónur – hluti 1

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Svo sannarlega frábær grein! Er rosalega ánægð með ykkur, nú fyrst er að koma smá skrið á þessar greinar! :)

Re: Sagan um Ísfólkið

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Neeeei! :O Haha geðveikt :)

Re: Sokkabuxur

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 7 mánuðum
hottopic.com

Re: Ísfólkið :)

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hmmm mamma mín var einmitt ekkert alltof sátt við að ég væri að lesa þessar bækur þegar ég uppgötvaði þær, því ég var bara 12 ára þá, hehe :) En ég ákvað að lesa þessar bækur því að frænka mín og systir mín sögðu að þær væru geðveikar.. Sé sko ekki eftir að hafa kíkt á þær ;D

Re: 90 módel

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Aaaa! :O Af hverju veit ég ekki hvaða bekk ég er að fara í?

Re: 90 módel

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Og þriðji! :)

Re: Úlfhéðin Paladin

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ef þú ert að tala um frá hvaða landi þá er þetta eftir norskan/sænskan höfund.

Re: Byrjunin á Ríki ljóssins

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég verð að segja að mér finnst alltof lítið um Ísfólkið í Ríki Ljóssins. Minnir að af Ísfólkinu sjái maður mest af Marco, Sunnu, Shiru og Mar.. Finnst vanta fleiri :)

Re: Ríki ljóssins

í Ísfólkið fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég verð að segja að ég man ekki eftir þessari mynd O.o En flott er hún þó.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hver segir að ég hafi verið að taka þessu svona alvarlega? Ég sagði bara nákvæmlega það sem þú sagðir.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég geri mér vel grein fyrir því, enda sagði ég ekkert hvort mér finndist eitthvað að því að drekkja Þórsmörk. Sagði bara að mér finnst Þórsmörk einfaldlega fallegra svæði en Gullfoss.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það bara er ekki nálægt því að vera það sama.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú getur ekki fengið almennilegt svar við svona spurningu, þar sem þetta er dæmi um álit hvers og eins. Sjálf hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af Gullfossi, finnst mér staðir eins og t.d. Þórsmörk meira hrífandi.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú veist jafnvel og ég að það verður ekki gert.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er ekki eins og Gullfoss/Kárahnjúkar séu einu náttúruperlur Íslands. Það væri eflaust nóg af túristum þó að Gullfoss væri ekki, og það verður nóg af túristum þegar Kárahnjúkavirkjun verður tilbúin. Ef að Gullfoss hefði verið virkjaður væri hann gleymdur og grafinn núna og öllum væri sama.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Fyndið. Ég heyri fréttirnar nokkrum sinnum á dag, á hverjum virkum degi í vinnunni, og ekki hef ég heyrt neitt minnst á það. Og svona til öryggis, ef það hefði komið í fréttunum en bara farið framhjá mér, spurði ég kærasta minn, sem einnig hlustar á útvarpið alla virka daga/morgna þar sem við erum í sömu vinnu.. Hann hefur heldur ekki heyrt þetta sem þú ert að halda fram.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú ert kominn útí eitthvað rugl. Þó að Kárahnjúkar séu virkjaðir þá þýðir það ekki að allur heimurinn verður það. En ég hlýt víst að vera að missa af einhverju, þar sem ég hef ekki heyrt ORÐ um að það eigi að virkja hvern einasta læk á t.d. Íslandi.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Nei, það er ekki það sem ég var að segja. Smá partur af litlu landi er ekki það sama og allt landsvæði í heimi. Þú ert að fara aðeins of langt í þessu.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvar færðu þær upplýsingar um gróðann?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Já svo þú segir það. Hvað með það að Ísland græði alveg svakalega mikið á þessu?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Já, af hverju ekki?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Er það bara ég, en var manneskjan ekki að skrifa heila grein um þetta? Ég vildi aðeins bæta þessu við.

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég veit ekki alveg af hverju þú ert að svara mér þannig ég ætla að skýra það sem ég var að meina aðeins betur. Stór partur af mótmælunum er af því að þetta á víst að vera svo fallegt svæði. En svona helmingurinn af þessum mótmælendum hafa ekki farið þangað og vissu í rauninni ekki af þessu svæði fyrr en umræðan um Kárahnjúka í raun byrjaði. Og svona bara uppá gamanið þá langar mig að spyrja þig hvort þú fórst á þetta svæði fyrir eða eftir umræðan um Kárahnjúkavirkjun byrjaði?

Re: Ég er fylgjandi Kárahnjúkavirkjun

í Deiglan fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sagði ég allir eða sagði ég helmingurinn? Já einmitt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok