Ástæðan fyrir því að áfengi er leyfilegt en ekki kannabis er sú að áfengi hefur ávallt verið vinsælara. Síðan hefur verið stöðugur (en fáránlegur, fyrst var þetta eitthvað eins og rasista áróður um morðóða djasslistamenn) áróður gegn kannabis, svo sem stíf skattlagning. Svo stíf að það varð að banni. Síðan hefur áróðurinn haldið áfram, áhrif marijuana ávallt linast, og það er greypt í huga fólks að þetta sé efni fyrir aumingja og sé stórhættulegt.