Meginmálið hjá mér var það að það segir mér ekki neitt um ástand manneskju að hún hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Khat er samkvæmt lögum fíkniefni, heróín líka og amfetamín. Og svo líka hvernig það er reynt að gera áfengi fjarlægt “eiturlyfjunum”. Kaffi, tóbak og áfengi eru ekki talin eiturlyf vegna þess að þau eru lögleg, það hefur ekkert að gera með áhrif þeirra á fólk. Ekkert þeirra er án skaðandi áhrifa á líkamann.