Það er bara spurning hvað þú vilt gera við líkaman. 7 sinnum í viku er of mikið… vöðvarnir þurfa hvíld, þeir vaxa í hvíldinni! Þetta er gott hjá þér ef þú ert í þolþjálfun en ef þú vilt byggja upp vöðvamassa örar, skaltu fara í 3-4 skipt prógram þar sem þú ert að taka ákveðna vöðvahópa í senn. Þú getur fengið upplýsingar hjá einkaþjálfurum, þeir eiga að geta leiðbeint þér með það, þér að kostnaðarlausu… passaðu þig bara að fá hvíld, hún er ekkert síður mikilvægari heldur en lyftingarnar...