Rétt áðan, byrjuðum við að horfa á myndina The Dreamcatcher, en nei, hún var of leiðinleg til að byrja með, svo byrjuðum við á Panicroom, NEI! vá hvað hún var leiðinleg líka. Þá sá ég ljós uppí hillu, var það ekki Platoon. Var reyndar búinn að lesa þessa grein áður og er búinn að eiga hana heil lengi en aldrei séð hana. Ég skellti henni í og vá, djöfulsins snilld! Geðveik tónlist, glæsilegur leikur og hvílíkur sori. Þetta er án efa 5 stjörnu mynd.