Tilgangslaust glingur sem kostar peninga er alls ekki góð hugmynd. Þetta er ekki spurning um að gefa henni eitthvað sem hefur geðveikt efnislegt gildi, það á allavega ekki að skipta neinu máli hvernig þú ert staddur fjárhagslega þegar þið eruð bæði 17. Gerðu eitthvað sniðugt, eitthvað sem hefur eitthvað tilfinningalegt gildi fyrir hana (diskur með tónlist sem þið kunnið bæði að meta, elda uppáhaldsmatinn hennar, prjóna handa henni húf), það er allavega hugsunin á bakvið gjöfina sem gildir :]