Þarna var ég, upp á Hornabjargi…“Staður elskenda” sögðu þeir, þar sem sólarlagið er engu líkt. Þarna var ég með konunni sem ég átti að elska. Ég hafði fengið hana upp þarna í fölskum tilgangi, ég hafði lofað henni rómantískri lautarferð. Þið vitið þetta venjulega, rómatískt sólarlag og kossaflens. Hún leit á mig dreymin á svip og brosti. Ég brosti á móti en í huga mínum hataði ég hana, hélt ég. Mér fannst hún hafa blekkt mig, hún leiddi mig á þetta einstigi og lét mig elta, til þess að...