Já já, hann Hitler gamli. Afi minn sagði mér nú sögur af því þegar að hann var sendidrengur hjá slátraranum á Skólavörðuholti. Þá fór hann oft með sendingar heim til indæls manns sem bjó á Frakkastígnum, sem að hét nú hvorki meira né minna en Adolf Hitler. Hvort að það hafi verið sama maðurinn eða ekki, við verðum bara að eiga það við okkur sjálf. En þessi maður var einmitt alltaf bölvandi gyðingum og bolsévikum.