Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

STAVKA
STAVKA Notandi síðan fyrir 21 árum, 5 mánuðum Karlmaður
1.374 stig
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,

Re: seinni heimsstyrjöld

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Og að ógleymdu Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Frakklandi og Póllandi annarsvegar, og Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu og Finnlandi hins vegar. Þau fyrrnefndu börðust með Bandamönnum og hin síðarnefndu með Öxulveldunum.

Re: Stríðsglæpir Vesturveldanna

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þú ættir að líta á titil greinarinnar, ég geri mér fulla grein fyrir því sem þjóðverjar og Sovétmenn gerðu en þessi grein fjallar um það sem Bretar, Bandaríkjamenn og þeirra vestrænu bandamenn. Ef ég ætlaði að skrifa grein um stríðsglæpi Sovétmanna eða Þjóðverja þá gerði það, en þessi grein fjallar um annað.

Re: Wikipedia

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ef ég c/p einhverju af því efni sem eg hef sent inn á huga, þyrfti ég þá nokkkuð að geta heimilda á wikipedia?

Re: Andstæðingasaga I : Messerschmitt Bf 109

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þessi mynd er tekin úr Il 2 leiknum ekki satt? Fjandi góður leiku

Re: Þjóðarmorðið í Rwanda

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hvenær gerðist þetta?

Re: Snilld

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hehe, þetta er helvíti fyndið.

Re: Óvenjulegir "Þjóðverjar"

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Norður kóreu menn geta kallað sig hvað sem er, en þeir eru ekki kommúnistar þó að þeir séu með rauða stjörnu í fánanum sínum og veifandi rauðum fánum og hamri og sigð. Þarna er, jah, fasísk, arfgeng, alræðisstjórn.

Re: Óvenjulegir "Þjóðverjar"

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Jú amk að nafninu til, það er ekki eins og það var fyrst.

Re: Óvenjulegir "Þjóðverjar"

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Jah, Maó er dauður og Kínverjar búnir að hafa sitt perestrojka og nú eru þeir í stöðugri framgöngu með lýðræðislegar og efnahagslegar framfarir.

Re: Óvenjulegir "Þjóðverjar"

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þeir töpuðu amk á endanum

Re: Öxulveldin

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
sýnist það

Re: Riddarakross járnkrossins

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Afhverju stóð 1939 á öllum riddarakrossunum og 1918 á fyrriheimstryjaldarriddarakrossunum? ég veit, það er ár síðan þessi mynd kom en ég var samt að pæla.

Re: Öxulveldin, tilhvers?

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það var hálf-fasísk herstjórn í japan, þó að stjórnendurnir hafi nú kanski ekki verið beint fasistar. En þeir voru með ráðandi keisara sem studdist við kosið þing en svo tók herinn við völdum þingsins í stríðinu minnir mig. Allavega stjórnaði herinn hvort sem það var formlega eða óformlega. Japönsk þjóðernishyggja sem herinn hélt uppi var hægri sinniuð stefna, lík fasisma.

Re: Öxulveldin, tilhvers?

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Japanir og Ítalir voru engin ógn við Þjóðverja, Ítalir og Þjóðverjar höfðu svo líkar stefnur að var það sem færði þau saman í bandalagið in the first place. Það var ekki inn í myndinni að þeir færu í stríð. Og ef Ítalir hefðu verið líklegir til að fara í stríð við þjóðverja, hefðu þeir enn ekki verið nein ógn við þá útaf hernaðaryfirburðum Þjóðverja.

Re: Öxulveldin, tilhvers?

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Jú Ítalir hjálpuðu aðeins til við innrásina í Sovétríkin, eins og Rúmenina, Ungverjaland og Búlgaría en þeir áttu fáa sigra. Ég man reyndar eftir einum sigri þar sem ítalskt riddaralið átti í hlut. Japanir sendu líka nokkra menn til síberíu og börðust við Sovétmenn en þeir grúttöpuðu allsvakalega og það ekki meira úr því.

Re: Öxulveldin, tilhvers?

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Reyndar er ég nú bara að tala um Ítalíu og Japan í þessu tilfelli, þó titillinn bendi til annars.

Re: Stríðsglæpir Vesturveldanna

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Jú og það er vissulega point í því sem þú ert að segja, en bandaríkjamenn höfðu undirritað samning sem bannaði morð á saklausum borgurum og föngum og fleiru og fleiru, og því held ég að þetta hafi ekki verið rétta leiðin. Þeir þurftu að bíta í það súra epli að þola annað hvort mannfall, eða slátra borgurunum til að ljúka þessu stríði og menn geta eflaust seint komið sér saman um hvort það var rétt leið eður ei. Svo höfðu japanir ekki mikið efni á stríði í heimavígstöðvum innan um verksmiðjur...

Re: Stríðsglæpir Vesturveldanna

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég held að þarna hafi ekki verið farin rétt leið. Hefði þá verið réttlætanlegt af rússunum að í stað þess að labba eyða tíma í að taka aftur hernumdu svæðin í sovétríkjunum og austur evrópu að leggja t.d. Hamburg eða München eða Berlin í rúst og drepa fullt af saklausu fólki meðan það sefur í rúmunum sínum. Eða í stað þess að gera innrás á normandy og labba í gegnum frakkland, hefði þá verið réttlætanlegt að leggja Freiburg í eyði með kjarnorkusprenginu?

Re: Stríðsglæpir Vesturveldanna

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Að leggja borg með litlum sem engum hernaðarlegum skotmörkum í eyði er í mínum augum hryðjuverk og glæpur. Og hvort sem það voru hernaðarleg skotmörk þarna inni á milli eða ekki, þá var þessi árás aðalega gegn saklausu fólki, konum og börnum og fólki sem hafði ekkert með stríðið að gera. Bætt við 24. október 2006 - 21:25 …þá bitnaði þessi árás á saklausu fólki….. átti þetta að vera.

Re: Austurríki-Ungverjaland

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Flott mynd, merkilegt ríki

Re: Stríðsglæpir Vesturveldanna

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Við erum að tala um árin 1939-1945 og á þeim árum var Marrokkó frönsk nýlenda og barðist í nýlenduher frakka.

Re: Maxim Vélbyssan

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Usss þetta er eflaust ein flottasta mynd sem komið hefur hingað í langann tíma!

Re: Adolf Hitler, einræðisherra í Þýskalandi

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hvað fékkstu í einkunn fyrir ritgerðina?

Re: Afhverju ég vill að ríkisstjórnin haldi velli.

í Deiglan fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er eitt að vera með stafsetningavillur í grein, og annað að vera með stafsetningarvillur í tiltlinu. Það er ekki til neitt sem heitir “ég vill”!!!

Re: Medieval 2 demo

í Herkænskuleikir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Alveg sammála
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok