Ég skil ekki hvernig neytendur geta látið bjóða sér upp á svona kvikmynd. Ekki veit ég hvaða vitfirringi datt í hug að fá Vin Diesel í aðalhlutverkið, en það var sko nóg til að hræða mig í burtu. Trailerinn var hryllingur (Bílar springa, hann stekkur af brú, skíðar frá snjóflóði, segir nokkra hræðilega frasa), og ekki bætir aðalaðdráttarafl myndarinnar úr skák: Bílar og gellur. Þessi mynd kemur sennilega til með að höfða til nákvæmlega sama hóps og sem að fannst Fast and the Furious...