Þetta er auðvitað mjög mismunandi. Ég hef fengið góða og lélega þjónustu í Tæknival, og það sama á við BT (Oftast lélega :P), Hugver og Tæknibæ. Hér er lítil saga: Um daginn keypti ég ADSL router hjá Tæknibæ. Gaurinn sem afgreiddi mig virtist vera smá “veteran” í þessu miðað við hvernig hann talaði, og ég gleypti við því. Hann seldi mér router. (Eða það hélt ég, en því miður voru umbúðirnar vægast sagt illa merktar.) Ég uppgötva auðvitað seinna að svo er ekki og fer með vöruna daginn eftir...