Mér áskotnaðist reyndar myndband (Trailer, ef þið kjósið það heiti frekar) fyrir Lord Of The Rings leikina frá Sierra. Ekkert in-game, en aftur á móti mjög vel gert myndband. Þar er Gandalfur Hvíti að ganga í snjóstormi, Fróði (Líklega Fróði, gæti hugsanlega verið Bilbó) að setja á sig hringinn, Svartur Riddari að draga upp sverð og svo atriði þar sem að hurðin í Khazad-Dûm er brotin upp og Legolas, Gimli og Aragorn að gera sig reiðubúna fyrir bardaga. Á eftir þessu kemur svo: “Fellowship Of...