Ég var að hugsa hérna um daginn og þá rann upp fyrir mér ljós… Ég var að hugsa um Great bay tample (sem vinur minn kallar alltaf great “gay” temple, (rosa fyndið) hann notar það sem mínus fyrir leikinn) og þá fékk ég svona hálfpartinn sting í magann… Það er nefninlega alveg rosalegur fílingur í Majora's mask, bara öðruvísi. Hugsið um e-ð í Great bay, eða Snowhead, fáið þið ekki svona smá “fíling”? Ég var að spila þennan leik í jólafríinu og þess vegna er alveg gífurlegur fílingur í honum...