Mér finnst besta ráðið vera það að raða dagblöðum á nokkra staði inn í húsinu og henda honum alltaf þau ef þú gómar hann við að gera þarfir sínar. Þá lærir hann smátt og smátt að hann á að gera þetta á þau og svo í framhaldi af því þá geturðu farið að fækka blöðunum þangað til það er aðeins eitt eftir. Jafnframt því að nota dagblöðin þá verður þú að læra á hundinn þinn, hvenær hann pissar nákvæmlega eftir leik, svefn, mat o.s.frv. Þegar þú ert búinn að reikna þetta út þá ferðu að hleypa...