Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Regza
Regza Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.516 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
-

Re: Elskan komin í hús

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Þeir gera það oft, en það góða við slíka hesta er að það þarf sjaldnast að hafa áhyggjur af því að þeir verji sig ekki gagnvart ókunnugum hrossum, Þokki minn tekur sér oft svona stóðhestahlutverk, samt vandamál ef það kemur stóðhestlegur hestur eða seint geldur inn í stóðið þá verður alltaf mikill slagur milli þeirra, svo gefur hitt hrossið eftir, eða hefur gert það hingað til.. Sem betur fer hefur hann nú aðeins einu sinni meitt sig eitthvað á þessu samt..

Re: Elskan komin í hús

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe það getur spilað inní, minn gamli gerir þetta, stekkur uppá merar í látum og allt, svo skilur hann ekkert í því að þetta virki ekki, hann nær honum nú ekkert upp eftir allt saman, greyið.. Reyndar gerði Strákur þetta líka þegar hann var ca. 2 vetra, en hann miskyldi dæmið eitthvað, hann fór mest uppá karlhesta, en hann óx uppúr þessu =)

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Oki flott, búin að svara =) Bætt við 4. janúar 2008 - 17:55 Þ.e. búin að svara myndinni =)

Re: Elskan komin í hús

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Æji leiðinlegt að heyra að hann hafi horast svona niður.. Kannast við vandamálið, en hrossin mín hafa samt aldrei verið hraustari og betur haldin þegar ég tek inn, Strákur var samt skelfinlega horaður í fyrra þegar ég tók inn, núna er hann bara grannur að mínu mati, mætti vera svolítið feitari.

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Kom hann/kemur hann í dag?

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Awwww =/ Krossleggjum bara fingur og vonum það besta X

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ah veit hver hann er, mjög líklegur til að vera á réttum tíma ef það er mögulegt =)

Re: Nýr hnakkur.

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe já, ég legg ekki í það alveg strax að kaupa mér nýjan hnakk, of margt annað að borga núna, en til hamingju með nýja hnakkinn =)

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Einmitt, en hver flytur hann fyrir þig?

Re: myndir.?

í Hundar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Getur verið að myndin sé of stór? Ef myndin er of stór eða of mörg kb þá kemur stundum error dæmi án skýringar, annars þá hefur þetta kerfi verið aðeins í rugli nýlega…

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Oki vonandi gefst það sem fyrst, veistu eitthvað meira um hvenær dagsinns Styr kemur?

Re: Faxi

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hvernig leist þér svo á hnakkinn?

Re: Nýr hnakkur.

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe, þygg boðið =) Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt (sérstaklega þegar það er nýtt) =)

Re: Nýr hnakkur.

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Flott, kannast ekkert við þessa hnakka en eflaust góðir, leit vel út á myndinni á hestagallery síðunni =)

Re: elska Regsu

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já, annars þá er það kúnst að keppa í skeiði, eitthvað sem verður að lærast, auk þess þá er skeið sjaldan þjálfað mikið, bara sumir hestar sem geta náð árangri á lítið þjálfuðu skeiði, en annars voru nokkrir með svipaðar einkannir =)

Re: elska Regsu

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe þetta var lítið mál, mér finnst gaman að forvitnast um annara manna hross í feng, en já það er enginn dómur á þeim þrem, Strákur er samt nokkuð líklega búinn að fara á einhver mót, bara ekki fyrir dóm, eða allavega þá eru eigendur hans mikið keppnisfólk fyrir vestan =) Faðir Stráks, afi Styr er með 8.32 í aðaleinkunn, dómurinn Tölt 9 Brokk 9 Skeið 8 Stökk 8.5 Vilji 8 Geðslag 8.5 Fegurð í reið 8.5 Hæfileikar 8.54 Höfuð 7.5 Háls/herðar/bógar 8.5 Bak og lend 8.5 Samræmi 8.5 Fótagerð 7.5...

Re: Ein af þremur ástum í lífi mínu

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tja stafirnir segja það ekki, en með því að skrá þá inn í worldfeng þá veit ég það að fengnúmerið hans er IS1996155056 Styr frá Víðidalstungu II, svo er hann undan IS1992155006 Strákur frá Galtanesi og IS1991255081 Blesa frá Þorkelshóli, IS = landið sem hann er fæddur í, 1996 = árið sem hann fæddist, 1 = um hest er að ræða (2=meri), 55 = landshluti, 056 = hans númer Annars þá veit ég vel hver ræktandi og eins eigandi föður Styr eru, séð góð hross þaðan svo það veit örugglega á gott =) P.s....

Re: Grennist óþægilega hratt

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Sumir hestar eru mjög viðkvæmir fyrir þessu, ekki er þetta sami hesturinn og var spenntur fyrir flugeldunum? Allavega sá hestur hjá mér er verulega erfiður í fóðrun á húsi, fitnar ekki á heyji, fyrsti veturinn sem ég var með hann á húsi var farið að gefa honum nær tvöfalda gjöf, auk þess að eftirlit dýralæknis var með honum en áfram hélt hann að grennast, vöðvarnir rýrnuðu talsvert, verst sást á bakinu, ég byrjaði að gefa fóðurbætir eftir tilsögn frá dýra, þá múkkaðist hann, svo skipti ég...

Re: Áramótaheit tengd hestum?

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe flott, vonandi að þú fáir plássið =)

Re: Hestur sem er hrifinn af flugeldum?

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hehe takk, annars þá er ég farin að halda að lætin í honum í hringgerðinu um daginn hafi í raun bara verið kátína, hann hafi ekki viljað fara strax, ofboðslega miskilinn greyið.. En hins vegar þá virðast áramótin bara fara vel í hann, fór svona prufu skeiðsprett, sá var mjög góður miðað við að hann er nýjárnaður á móti skeiði, veturinn byrjar ekki almennilega fyrr en maður er búinn að leggja allavega einu sinni =)

Re: Hestur sem er hrifinn af flugeldum?

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ef hann er sjónhræddur myndi ég frekar bara teyma hann, of mikil áhætta að mínu mati =) En Þokki var einmitt þannig í dag, það var ekki sénsinn að fara inn, varð að reka hann með látum að lokum þar sem hann var sveittur eftir reiðtúrinn og svona, en hann var einmitt vanur að drífa sig inn við fyrsta tækifæri, en allavega þá er hann ekki einn um þetta þá =P

Re: Méli

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ein skipt, skipt á einum stað, þannig myndi ég skilja það, einjárnungur eða óskipt mél eru heil mél =)

Re: Hestur sem er hrifinn af flugeldum?

í Hestar fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já mér fannst það mjög spes =)

Re: Méli

í Hestar fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já þau gætu virkað, þeimun fleiri skiptingar þeimun meira aðlagar það sig að hestinum =) Mörg mél hönnuð gegn tungubasli, virka öll misvel, sum bara meiða..

Re: hvað var það fyrsta sem þið sögðuð á nýju ári?

í Sorp fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Líklega “Sjáið Vatnsendi” Var alltaf að benda á flottu terturnar sem einhverjir á vatnsenda voru með, við horfðum bara á þetta árið =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok