Jæja, þar sem haustið er tími smalamennskanna og smalamennskur eiga sér víst ekki alveg stað innan áhugamála huga, en tengjast hestum á vissan hátt, þá opnum við fyrir umræður um smalamennskur hérna.. Svo hvort sem þið smalið kindum eða hestum, gangandi eða ríðandi, eða mætið bara á réttaballið, þá væri gaman að heyra einhverjar smalasögur ;Þ Sjálf hef ég farið í smalamennskur á hverju ári í að ég held 7-8 ár og hef oftast haft mjög gaman að, var þekkt fyrir frumleg smalaköll (gelt, spangól,...