Ég var að eignast þriðju súkkuna, nýja græjan er langur ´84 með 2,8 v6 ford, Volvo gírkassa, Willys millikassa, Range Rover hásingar og gormar, Landrover drifhlutföll og allt þetta er borið uppi á 36" Þessi tæki eru snilld alveg sama hvernig þeim er breytt. það er bara eitthvað geggjað við það að vera með 50-200 þús. kr bíl sem maður þorir að nota, annað en þeir sem aka um á Patrolum sem eru metnir á 3-5 milljónir en oftast á bankinn bílinn hjá þessum flottræflum.