Hraðskeiðasti bíllinn sem til er heitir McLaren F1 og er fljótasti götubíllinn sem til er. Enginn annar bíll kemst jafn hratt og þessi bíll, ekki einu sinni Ferrari. McLaren F1 fer í hundrað á aðeins 3,5 sekúndum og 9,6 sekúndum kemst hann upp í 200 km hraða. Sé bensíngjöfin stigin alla leið niður í gólfið fer hann upp í 374 km hraða. Enginn annar bíll fer upp í þann hraða en sá sem kemst næst því er Mercedes Benz CLK-GTR. Hámarkshraði hans er þó ekki nema 320 km á klst.