Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ástþór magnússon=Osambin laden

í Flug fyrir 22 árum
Ef þú segist geta rökstutt þá hlýtur þú að geta stutt með rökum ekki hugarórum.

Re: Ástþór magnússon=Osambin laden

í Flug fyrir 22 árum
Viðkomandi ert saklaus þar til sekt er sönnuð. Ef fólk telur að verið sé að fremja lögbrot á að setja sig í samband við viðkomandi yfirvald en ekki að ófrægja orðspor saklauss manns á almannafæri.

Re: Ástþór magnússon=Osambin laden

í Flug fyrir 22 árum
Ef þú staðhæfir eitthvað í formi aðvörunar og segist vera með rökstuddan grun fyrir því en hefur hann svo ekki er það ekkert annað en hótun.

Re: Nýr flughermir Flugskóla Íslands

í Flug fyrir 22 árum
Hinn skólinn sem hefur réttindi til að kenna til atvinnuflugs og blindflugs er Flugskóli Helga Jónssonar. Það er alveg satt deTrix að ef flugrekendur annarra skóla hefðu dug í sér þá gætu þeir alveg staðið FÍ snúning. Staðreyndin er bara sú að allir aðrir flugskólar sem ég veit um hérna á Reykjavíkurflugvelli hafa verið reknir svo illa sbr. Loft, Flugsýn og Helga Jóns.

Re: ha!

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það má svo ekki gleyma að kannski bannar flugfélagið sjálft þetta, þ.e. flugfélagið getur sett þrengri innanhús reglur en lög og reglur segja fyrir um.

Re: spurning

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Lög og reglur segja að farþegar megi ekki vera um borð á meðan eldsneyti er sett á vélina nema áhöfnin hafi hlotið viðeigandi þjálfun og að flugmenn og sá er setur eldsneyti á vélina séu í stöðugu sambandi á meðan á áfyllingu stendur. Sjálfur hef ég verið farþegi í vél sem þurfti að millilenda til þess að taka eldsneyti. Það er í raun ekki nema við slík tilvik þar sem tekur því ekki að taka farþega frá borði því bæði tekur það tíma og svo er flugfélagið yfirleitt rukkað aukalega fyrir það af...

Re: FÍA?

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það sem FÍA finnur réttilega að er þegar flugmaður eins flugfélags er að fljúga fyrir annað í frístundum sínum. Það hjálpar okkur atvinnulausu flugmönnunum varla.

Re: Svifhraði

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Kíktu á: http://safecopter.arc.nasa.gov/Pages/Columns/RayProuty/pdf_files/Glide.pdf Annars eru http://www.grc.nasa.gov/ http://www.nasa.gov/ frábærir vefir upp á að leita að alls kyns upplýsingum varðandi flug. Það fer eftir því yfir hverju maður er hvort maður setur vélina á besta svifhraða eða minnsta fallhraða. Í sumum tilvikum þarf maður að svífa sem lengst, t.d. út í suðursvæði þar sem er mestmegnis hraun og svo eistaka blettir til að lenda á. Aftur á móti ef maður er yfir...

Re: Að læra flug...

í Flug fyrir 22 árum, 1 mánuði
Tek undir þetta með að klára stúdentinn ef þú ætlar á endanum í atvinnumennsku. 17 ára máttu taka einkaflugmannspróf, 18 ára atvinnuflugmannspróf, því fyrr því betra. Það er ekkert að því að byrja á einkaflugmanninum með fjölbraut. Ég myndi tala við Flugskóla Íslands og Geirfugl, varla vert að tala við aðra skóla. Kíktu líka í kynnisflug hjá skólunum og fáðu að sjá aðstöðuna. Yfirleitt eiga nokkrir vél saman. Algengt er að 4-10 manns séu saman um eina vél. Þá kostar hluturinn í vélinni á...

Re: Hvað kostar þetta?

í Flug fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Einkaflugmaðurinn kostaði mig 500.000 kr. fyrir 5 árum. Svo eyddi ég u.þ.b. 2.500.000 kr. í atvinnuflugmanninn. Því næst kostaði kennara námskeið 400.000 kr. Þannig að atvinnuflugmaður með flugkennaraáritun kostaði mig u.þ.b. 3.400.000 kr. Nokkuð vel sloppið held ég.

Re: Nýtt hæðarmet á þyrlu

í Flug fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég segi til hamingju þyrluflugmenn!

Re: Flug í USA

í Flug fyrir 22 árum, 2 mánuðum
PIC eru dýrmætari en DUAL, Twin engine eru dýrmætari en single engine. Það eru einhverjir skólar á austurströndinni sem kenna sultukrukku (JAR) ásamt FAA. Gott ef að Flight Safety kennir ekki JAR líka. Sjálfur safnaði ég tímum á vesturströndinni nánar tiltekið í LA. Engin Þrumuveður þar og svo er ekki bara eintóm flatneskja eins og á austurströndinni. Byrjaði hjá skóla sem heitir Air Desert Pacific sem saug feitann þannig að ég fór til American Aviation sem voru að gera góða hluti. Við fórum...

Re: Vél til sölu

í Flug fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvorki OII né EFF er 4 sæta þannig að þetta hlýtur að vera önnur en þær tvær.

Re: Flugskólar

í Flug fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég mundi vilja vita hversu margir svöruðu könnuninni? Fjödlinn segir til um hversu marktæk hún er!

Re: Flugnám!

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sæll FiXeR4! Varðandi aldur: Sóló (sviffluga) 15 Sóló (vélfluga) 16 Einkaflugmaður 17 Atvinnuflugmaður 18 Flugstjóri 21 Þú þarft ekki heilbrigðisskírteini til að byrja að læra en flestir skólar mælast til þess að nemendur fari sem fyrst í skoðun upp á að allt sé í lagi, þ.e. að það komi ekki í ljós eftir 15 flugtíma og 150.000 kr. að viðkomandi megi ekki fljúga. Ef þú stefnir á atvinnuflugmanninn skaltu fara beint í 1. flokks skoðun. 1. flokks skoðun er fyrir atvinnuflugmenn og 2. flokks...

Re: 9 dagar í Oshkosh hverjir fara !!

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
svg Smá leiðrétting. Fyrstaflugsfélagið er meðlimur í EAA þannig að ef þú kaupir inn á svæðið af þeim færðu það á $90. Kv. PR

Re: Hvernig er með stúdentspróf

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er rétt sem Fresca segir að stúdentspróf var skylda til að hefja atvinnuflugmannsnám. Svo kom á daginn að það samrýmdist ekki evrópureglum þannig að þessi krafa var felld niður hjá Flugskóla Íslands. Flugleiðir og einhver af flugfélögunum setja sem kröfu stúdentspróf eða sambærilegt. Spurning hversu langt er hægt að teygja sambærilegt.

Re: Nýja sjónflugskortið !

í Flug fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það þarf að gefa það út á ársfresti núna vegna navaid tíðnanna þannig að það væri flott að gefa það út og laga svo aftur að ári þegar hvort eð er þarf að gefa það út.

Re: Twin söfnun

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
IH8MYX hefur lög að mæla. Það er ekki hægt að líkja veðurfarinu hérna og í USA saman. Veðrið í USA verður langt um verra. Það vill bara svo til að við búum á skeri sem er ekki nema 2 tímar í þvermál, BIRK-BIEG. Ég vil ekki gera lítið úr reynslu manna sem hafa flogið mikið hér innanlands, því sjálfur hef ég flogið um allt landið, en að fljúga í jafn stóru landi og USA er óviðjafnanlegt. Ég geri fastlega ráð fyrir að maðurinn sé nú þegar með eins hreyfils reynslu héðan þannig að USA væri...

Re: Ný AIP

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Pilot: Veistu hvort að talstöðvatíðnir og tíðnir ADF og VOR vita eru merkt inn á kortið?

Re: Flugskóli og Flugtímarnir þeirra

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já, það er ekki svo langt síðan þetta var svona hjá hinum skólunum. Sjálfur lærði ég hjá Flugtaki. Kennarinn sem kenndi mér þar var með nákvæmlega það sama og ég er með fyrir kennsluna hjá Flugsýn í dag. Ég hugsa þetta þannig að mér var veitt kennsla á þessu verði og þá gef ég til baka á sama verði. 2000 kall er alveg nóg miðað við að maður er að safna tímum. Kennsla er fyrir mér meira hugsjón og tímasöfnun heldur en til þess að græða peninga. Flestir kennarar eru í öðrum störfum, gildir...

Re: timasöfnun???

í Flug fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég átti hlut í vél, sem reyndist vel og ég fór til USA, sem reyndist líka vel. Spurningin er hvernig vél þú kaupir. Ég mæli með C-150 af eigin reynslu. Það sem gildir í tímasöfnun er að vera á eins ódýrari og hægfleygri vél og þú getur. Landið er ekki stórt og þú vilt ekki vera of fljótur að skoða það. C-150 kom út á 3500-4000 kall tíminn fyrir mig. Því meira sem þú flýgur þeim ódýrari verður tíminn. Ef þú flýgur ekkert þarftu eftir sem áður að borga fastakostnað: skýli, tryggingar o.s.frv....

Re: Cessna

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
C-172 hefur alveg tekið við af C-152 sem kennsluvél. Í keppa Piper Cherokee/Warrior og Cessna Skyhawk um hituna á kennaramarkaðinum. Svo eru reyndar Robin vinsælar kennsluvélar í Evrópu. Það verður að segjast að Cherokee/Warrior og Skyhawk eru meiri vélar heldur en 2ja sæta 152.

Re: Flugskóli og Flugtímarnir þeirra

í Flug fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef þú lærir hjá Flugsýn þá kaupirðu tíma, leggur ekki inn peninga, og þú borgar bara fyrir floginn kennaratíma ekki tíma á jörðinni. Veit ekki hvernig þetta er hjá Geirfugli.

Re: NÝTT AIP

í Flug fyrir 23 árum
Andsk. var búinn að heyra af þessu, þetta á að vera eitthvað samkv. einhverjum Evrópustaðli. A4 er svolítið stórt fyrir flight-kittið mitt! Flott samt að fá nýtt sjónflugskort!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok