Tek undir þetta með að klára stúdentinn ef þú ætlar á endanum í atvinnumennsku. 17 ára máttu taka einkaflugmannspróf, 18 ára atvinnuflugmannspróf, því fyrr því betra. Það er ekkert að því að byrja á einkaflugmanninum með fjölbraut. Ég myndi tala við Flugskóla Íslands og Geirfugl, varla vert að tala við aðra skóla. Kíktu líka í kynnisflug hjá skólunum og fáðu að sjá aðstöðuna. Yfirleitt eiga nokkrir vél saman. Algengt er að 4-10 manns séu saman um eina vél. Þá kostar hluturinn í vélinni á...