Ég var nú þekktur fyrir að mála felgurnar mínar rauðar :D En ég tók þær af og pússaði þær, Tók svo vatnspappír og pússaði enn betur. Svo þreif ég felgurnar. Svo keypti ég gráan grunn og spreyjaði þunnu lagi yfir þær, Lét það þorna. Keypti mér bílalakk í bílanaust sem var tappað á spreybrúsa og spreyjaði felgurnar rauður, og endaði svo með því að glæra yfir allt. Voru fullkomnar! Sást ekki að þetta hafi verið gert heima í skúr í djóki :þ