Mamma sótti 15 ára gutta sem réðst á lögreglumenn Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af 34 ungmennum í nótt fyrir að hafa áfengi um hönd án þess að hafa aldur til eða fyrir útivistarbrot. Á vef lögreglunnar kom fram að þau hafi öll verið færð í Öryggis- og upplýsingamiðstöð Ljósanætur þar sem haft var samband við foreldra þeirra. Var talsvert tekið af bjór og áfengi sem ungmennin voru með. Á þriðja tímanum í nótt handtóku lögreglumenn 15 ára ölvaðan og æstan pilt á Hafnargötu í Keflavík en...