Ég sagði ekki að það væri skilyrði að það væri söguþráður, það sem ég átti við var það að Ríddu mér hefur svo lítið fram að bera (næstum ekkert) að smá tvistur í sögunni hefði kannski reddað myndinni eftir hlé, en það gerðist ekki. Annars finnst mér myndir með frekar torskildum söguþráð góðar, t.d. fannst mér The Ninth Gate, nýjasta mynd Romans Polanski algjört meistaraverk, því að hún er svo frábærlega sjónræn, en auðvitað verður að vera EINHVER söguþráður til þess að halda manni við efnið,...