Stundum sakna ég rosalega þeirra tíma þegar það var ekki sjónvarpsdagskrá allan sólarhringinn nánast, vídeótæki ekki til á heimilinu, hvað þá tölva, playstation og þ.h. dót. Ekkert sjónvarp á fimmtudagskvöldum, ekkert sjónvarp í heilan mánuð á sumrin og maður gat dundað sér í alls konar leikjum bæði úti og inni heilu og hálfu dagana, dúkkó, barbí, búðaleikur, mömmó, kubbó, skólaleik, feluleik, eltingaleik, kallinn í tunglinu, drullumalla, bílaleik, byggja snjóhús og göng, renna sér á...