Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Göturnar-Smá spuni sem ég skrifaði eitt kvöldið.

í Smásögur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Fínt maður. Hvenær kemur svo framhald? Mér finnst einmitt svo gaman að láta mig dreyma um svona hluti. Oft hugsað svipað og þú. Persefone

Re: Vitneskjan

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sæll. Ég er sennilega í þessum minnihlutahópi sem þú talar um í lok greinar þinnar. Annars hef ég sjálf velt þessu fyrir mér með stelpur og heimspekileg málefni. Einhvern veginn enda ég alltaf með strákunum. Mér finnst meira fjör með þeim, þeir eru að bralla meira og bara eru virkari einhvern veginn. Alla vega á annan hátt en stelpurnar. Annars er ég ein af þeim sem telja að það sé ekki svo mikill munur á strákum og stelpum í grundvallaratriðum. En ég er ósammála því að kalla stelpur andlega...

Re: Að Skíra Börn

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hæ Gummibill Mér finnst þetta bara fínar pælingar hjá þér. Þú ættir kannski að skella þér í heimspekina eins og ég gerði. Hugmyndir þínar eru líkar mínum eigin í þessum málum. Aftur á móti tekurðu of harkaleg dæmi til viðmiðunar eins og nauðganir og slíkt. Það sem þú ert greinilega að ræða er aðallega prinsipið sjálft ekki satt? Það fína prinsip að menn hafi frjálst val, í öllu sem þeir gera, ekki satt? Ég er með svona prinsip en ég get ekki verið mótfallin skírninni í sjálfu sér því hún er...

Re: N-Kórea hefur stríð gegn löngu hári.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sammála síðasta ræðumanni. En eitt, segir maður ekki sítt hár, ekki langt hár? Langt hár er bara bein þýðing úr ensku. Persefone

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ein spurning. Hvers vegna talarðu bara um stelpur í þessu samhengi. Þetta kemur strákum alveg jafnmikið við og stelpum. Það þarf yfirleitt tvo til félagi, svo ábyrgðin liggur ekki bara á herðum stúlkna heldur líka stráka! Gleymdu því ekki í þinni ofurþröngsýnilegu ræðu. Kveðja, Persefone

Re: City of Heroes

í Tölvuleikir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þetta er internet leikur. Maður leikur hetju og gerir alls kyns mission og hittir fullt af fólki og bara æði. Svo er endalaust úrval af búningum svo engir tveir eru eins….ferlega gaman!! Mæli með honum.

Re: Hátíð Ljósa og Kaupmennsku

í Hátíðir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég skil vel að þetta fari í taugarnar á þér. En veistu, þótt kaupmenn hafi vissulega blásið út jólin kannski á rangan hátt, þá geturðu hreinlega sneitt fram hjá því. Ef þú vilt ekki taka þátt í neyslusýkinni sem hrjáir landann þá skaltu bara sleppa því. Ég sleppi því og kemst auðveldlega upp með það. Ég nýt jólanna í botn, ég alveg hreint elska þessa tíð. Jólin snúast um kærleika ekki peninga. Það er það sem sjálft afmælisbarnið predikaði. Ef þú sjálfur passar að missa ekki sjónar á því, þá...

Re: Stríð og geðveiki

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
It takes twenty years or more of peace to make a man; it takes only twenty seconds of war to destroy him. Man ekki hver mælti þetta, en þetta er bráðsnjallt.

Re: Gáfur Kynja

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mikið ert þú klár strákur!! ;) Auðvitað þroskast krakkar mismunandi hratt. Þegar sagt er að stelpur þroskist fyrr þá er yfirleitt verið að tala um líkamann. En krakkar þroskast mishratt, það er engin regla með það. Sumir þroskast hraðar andlega, sumir líkamlega og svo framvegis!! Karlar og konur út af fyrir sig eru auðvitað jafngáfuð. Þetta er allt einstaklingsbundið. Ég á bróður sem er í 10. bekk eins og þú. Mér finnst hann svo vel gefinn og þroskaður að hann er alltaf að koma mér á óvart,...

Re: Kvenréttindafasisminn á Íslandi

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
lhi það ætti nú bara að taka í þig. Konur lélegri starfsmenn? Öll greinin þín lýsir þvílíkum vanþroska að ég hef ekki séð annað eins. Ég vil ekki vera grimm við þig, en mér ofbýður bara svo svakalega hleypidómarnir og tilkynningagleðin. Persefone rauð í framan af bræði

Re: Do we need religion ?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Svar við fyrirsögn: “Do we need religion?” “Is there a place for religion in society?” Þetta eru mjög stórar spurningar. Ég segi já við fyrri og já við seinni. Ég tel að sama hvað gerist muni maðurinn ávallt hafa þörf fyrir að trúa á eitthvað. Maðurinn lifir í þvílíku tómi sjálfs sín að hann einfaldlega neyðist til að trúa á “eitthvað annað”! Þetta er hans (þú fékkst að skrifa heila grein á ensku svo ég…) survival tactic. Maðurinn er löngu búinn að átta sig á að nákvæmlega ekkert þarna úti...

Re: Fornir heimspekingar

í Heimspeki fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Var Platón til? Menn eru nú ekki á einu um það. Persefone, 2/3 helvíti 1/3 blíða

Re: Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu.

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
En Poacher hvers vegna þarf þjóðerniskennd alltaf talin af hinu illa? Í sjálfu sér er þjóðerniskennd ekki slæm, en auðvitað er hún, eins og allt annað, ekki góð í óhófi. Persefone

Re: Dáleiðsla

í Dulspeki fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Einn læknir í Bretlandi var nú settur inn fyrir það að dáleiða tvo sjúklinga og fá þá til lags við sig með því. Krípíííí Annars fóru tveir vinir mínir að horfa á dávald í Háskólabíói fyrir löngu síðan, þau trúðu nú svona passlega á þetta og hlógu bara að þessu þangað til annað þeirra stóð bara upp úr sætinu og gekk upp á svið ásamt nokkrum öðrum úr salnum og fór að haga sér eftir skipunum dávaldsins. Hún auðvitað var látin gelta eins og hundur og hagaði sér eins og fáviti bara, en hún var...

Re: Langt um Francis Bacon...

í Myndlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Gaman, mér finnst Bacon frábær. Það er svo mikill kraftur í verkunum hans.

Re: Geta strákar ekki elskað?

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég hef sjaldan séð verri íslensku. “haft kynlíf með…..”????? have sex with? Þetta heitir íslenska sem þú ert að tala, ekki ensk-íslenska. Persefone sem gat ekki staðið á sér að segja eitthvað.

Re: Sportveiði er mannréttindi

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ekki fara svona illa með orð eins og mannréttindi. Orðið mannréttindi hefur nákvæmlega ekkert með sportveiði að gera. Mannréttindi eru til dæmis það að eiga rétt á því að lifa og borða og velja sér lífsviðurværi, EKKI það að menn megi sportveiða fugla! Svona ill notkun á þessu yfirgripsmikla orði skemmir það að lokum. Persefone

Re: Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu.

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mikið gleður mig að lesa þessa grein félagi. Oftast tala ég fyrir daufum eyrum er ég reyni að útskýra mikilvægi þess að tala góða íslensku. Mér finnst meira að segja RÚV og fleiri stórir miðlar hérlendis klúðra þessu stórkostlega. Maður heyrir þá tala þvílíka þvælu í tíma og ótíma. Aðalvandinn held ég að sé almennt áhugaleysi landans á að tala rétta íslensku. Ætli þetta endi ekki bara eins og í Bretlandi? Stéttskiptingin og orðaforðinn haldast í hendur. Kveðja frá Persefone

Re: Angelina Jolie

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Elsku þið Angelina Jolie er vissulega flott en hafiði heyrt um nokkuð sem heitir Sílikon? Mér finnst hún ganga einum of langt í því. Hún hannar sig eftir greddu karlmanna. Persefone

Re: asnarlegt

í Skátar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Asnalegt ekki asnaRlegt. Skátar tengjAST ekkert …. plís ekki skrifa eikkað, það er ekki til. Þótt þetta sé internet þá þýðir það ekki að menn eigi að tala bjagaða íslensku. Persefone

Re: Dónar ? Kurteis ? Ljúf ? Frek ?

í Ferðalög fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Kani spurði mig hvort það væru kýr á Íslandi og hvort við værum með ísskápa. Ég sagði honum að við værum með það og líka nokkra Inúíta í þrælkun sem byggju í snjóhúsum í garðinum. Ef hann er svona heimskur þá hlýtur hann að trúa þessu hehehe

Re: Uppáhaldið ykkar?

í Hátíðir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hæ hæ Hjá mér er það nokkurn veginn svona: Jólalag: White Christmas og Have yourself a merry little Christmas. Hefð: Að opna útidyrahurðina klukkan 6 þegar bjöllurnar hringja inn jólin og kyssa alla gleðileg jól. Undirbúningur: Skreyta jólatréð og setja upp seríur. Matur: Hamborgarhryggur og Waldorf salat Drykkur: Malt og Appelsín Veður: Skæðadrífa Smákökusort: Engiferkökur eða finnskt kaffibrauð Gervi eða alvöru tré: Auðvitað alvöru Rjúpa eða hamborgarhryggur: Hamborgar… Maltið eða...

Re: Ljóð um ketti

í Kettir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Æ þetta var snilld. Ég las þetta líka í rapptakti! Ú yeah

Re: Skilur hún mannamál???

í Kettir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég átti kisu sem ég kallaði Mjása af því hún talaði svo mikið. Það voru bara hörkusamræður á heimilinu. Hún svaraði alltaf þegar við kölluðum á hana eða beindum tali okkar að henni. En það var sama hvað við sögðum, ertu sætust? “mjá” Viltu mjólk? “mjá” Hvað finnst þér um það? “mjá” Ertu algjör vitleysingur? “mjá” Ertu api? “mjá” Svo ég held þær skilji ekki nákvæmlega *hvað* við erum að segja en þær fatta örugglega að við erum að tala hlýlega til þeirra. Annars sótti kisan mig alltaf þegar...

Re: Sjúgandi köttur!!!

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hehe ég kannast við þetta. Við fengum kettling allt of ungan, 5 vikna og hann gerir ekki annað en að sjúga allt þegar maður er að kúra. Fingur, nef, haka…bara allt!!! Við vitum ekkert hvað við eigum að gera, erum að spá í að kaupa einhvern mínípela handa honum eða eitthvað….þetta er soldið pirrandi þó þetta sé sætt - ég meina það! Kveðja, Persefone
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok