Eins og flestir vita þá kom The Two Towers út í dag (Þetta er skrifað þann 26.Ágúst): Ég var það heppin að næla mér í fyrsta eintakið sem selt var frá BT ;) Loksins eftir kvöldmat þegar ég hafði tíma til að horfa á hana settist ég niður í sófann og byrjaði. Þessi mynd er alveg hreint meistaraverk,hvernig gat Tolkien skapað þennann heim? Entur,Orkar, úrú-hai og Gollrir, Tolkien var með ímundunaraflið í lagi! Ég keypti hann á dvd og þar fylgja aukaefni,4 heimildarmyndir og miklu fleira...