1988 var kosið um hundahald í Reykjavík og fór kosningin fram í Laugardalshöllinni. Á kjörskrá voru 68525 manns. Þátttaka var mjög dræm eða 8777 manns kusu. Túlkaði HRFÍ þessa litlu þátttöku sem svo að Reykvíkingar hefðu ekkert út á hundahald í borginni að setja. Atkvæði þeirra 12,8% kjósenda sem sáu ástæðu til að taka þátt, skiptust þannig: 39,4% vildu að reglur um hundahald héldust óbreyttar, andvígir því voru 60,15%. Auðir og ógildir seðlar voru 0,4%. Að lokinni þessum kosningum gagnrýndi...