Hvað ertu að veiða? Ef þú ert meira í önd og gæs þá er valið einfalt, retrieverhundur. En ef þú ert meira fyrir rjúpuna þá skaltu fá þér standandi fuglahund, pointer, setter eða eitthvað þessháttar. Á heimasíðu retrieverdeildarinnar er hægt að fá ýmsar upplýsingar um þessar hundategundir eins og veiðipróf, heilsufar og fleira. Á heimasíður VHD er ýmislegt að finna um rjúpnahundana.