Mikið er ég sammála þér í þessu. Það er ekkert vit að fara fyrstu ferðina sem einhverja margra daga ferð í skála. Frekar að fara dagsferð inn í Landmannalaugar eða Þórsmörk eða álíka staði. En það verður að setja einhverjar lágmarkskröfur um búnað, eins og að allir séu með kaðal, skóflu og CB stöð. Það er ekkert eins þreytandi og að það sé einhver einn eða tveir sem eru ekki með talstöð og að þurfa að stoppa í tíma og ótíma til að eiga 10 sekúndna samskipti.