Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pac
Pac Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
410 stig

Re: Google whak

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég sá ekki þáttinn. Útskýra um hvað er verið að tala?

Re: MOP

í Hip hop fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er nú nokkuð mjög langt síðan að ég heyrði að þeir hefðu frestað Evrópu túr sínum þangað til í sumar. Þannig nei, þeir eru ekki að koma 20. Held ég alveg örugglega.

Re: Bíó

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Af hverju geturðu ekki bara talað um nýjar myndir inná www.hugi.is/kvikmyndir …Skil ekki af hverju þér vantar Bíó áhugamál…

Re: Sin City Nexus forsýning!

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég veit. Leiðinlegt fyrir þá sem kusu að fara ekki á forsýninguna.

Re: Misskildur eða hvað ?

í Eve og Dust fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Miskilinn já…En mér finnst að þú hefðir alveg mátt búast við einhverju svona. Ekki mjög erfitt að miskilja, myndi ég segja. Ekki allir sem þekkja þennan fána og margir eru bara fljótir að dæma.

Re: Litlir fingur

í Smásögur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Flott og vel skrifað. Samt er eins og þú sért ekki alveg viss um hvert þú sért að fara með söguna. Endar eins og þetta hafi ekki verið alveg heilsteypt hugmynd í kollinum á þér(hef náttúrulega ekki hugmynd um það). En ég væri til í að fá endi eða framhald.

Re: Hvað finnst ykkur um ............?

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Satt er það. En að hefur alveg komið haugur af myndum sem hafa innihaldið mikilvæg skilaboð í ádeiluformi(tímabærar myndir). En hins vegar er þetta mjög skemmtileg líking, þ.e.a.s. Fight Club og A Clockwork Orange. Því að mikið af vitlausum unglingum eiga það til að miskilja svona myndir og herma eftir. T.d. þegar A Clockwork Oragne kom út, kenndu yfirvöld og foreldrar Stanley Kubrick um glæpi og nokkur morð. Endaði svo með því að Stanley Kubrick þurfti að draga myndina út bíóhúsum og fáir...

Re: Hvað finnst ykkur um ............?

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég verð að vera sammála honum Massa. Þær eru líkar að því marki að þær eru báðar ádeilur sem nota sama grunnbúning. That´s it.

Re: Avril tónleikar

í Músík almennt fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sem tónlistarmaður er hún ábyggilega gervi af hluta til. En hins vegar heyrir maður oft sögur af henni, vera að berja aðrar stelpur. Bara klikkhaus og smá pönk í því(og þó ekki). Annars myndi ég ekki láta mér detta það í hug að borga inná hana. Færi svona 50/50 ef ég fengið gefins miða.

Re: Hver er uppáhalds myndn ykkar

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þreytt spurning. En ég á mér eiginlega enga uppáhaldsmynd. Samt eru A Clockwork Orange, Easy Rider og Vanilla Sky yfirleitt efstar í kollinum á mér. Já Vanilla Sky sagði ég! Hefur bara einhver djúpstæð áhrif á mig, sem ég get ekki útskýrt.

Re: Könnunin

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ekki segja mér að þú sért 29 ára…er þetta réttur aldur hjá þér?

Re: Hvað finnst ykkur um ............?

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þú velur þetta quote úr myndinni. Sé bara ekki neitt merkilegt við þessa línu. Nóg af öðrum merkilegum setningum í myndinni. Annars finnst mér Fight Club vera mjög góð mynd, þrátt fyrir vissa galla. En ég læt þá ekki hafa neina áhrif á mitt viðhorf gagnvart myndinni.

Re: Lélegustu artistar heims...?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Haha…Er það ekki bara löngu sannað að Björk og Sigur Rós séu gæðatónlistarmenn á heimsmælikvarða. Þó að þú sért kannski of þröngsýnn og vitlaus til að sjá það. Og þá er ég ekki að tala um þig sem vitlausan vegna þess að þú fýlar þau ekki, heldur er bara ekki hægt að kalla þetta fólk lélega tónlistarmenn einungis vegna þess að þú finnur ekki snilldina bakvið tónlist þeirra.

Re: Næsti Bond

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Daniel Craig yrði án efa fínasti “vondi kall”. Allavega stóð hann sig mjög vel í Road To Perdition sem prímadonnusonurinn. Góður leikari…

Re: Kung Pow

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er ágætis afþreying sem maður getur hlegið af. En það er samt satt hjá þessum svokölluðum kvikmyndanördum að þetta er ekki góð kvikmynd. Það bara verður að segjast.

Re: Now Playin' ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Isaac Hayes - Hung Up On My Baby …

Re: Könnunin..

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já þoli ekki svona kannanir og sé ekki tilganginn í þeim. Svo er manni neitað þegar maður sendir einhverja málefnalega könnun inn. Stjórnendur virðast hafa gaman af svona könnunum, nefnilega ein svipuð inná kvikmyndaáhugamálinu(kíki mest þangað).

Re: The Matrix

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Væri örugglega gaman að sjá þig skrifa grein um Fight Club. Annars eru fullt af Science Fiction, trúarlegum myndum og fullt af myndum sem er hægt að skrifa skemmtilegt efni um. En hins vegar þyrftu þær að vera nokkuð þekktar svo að allir hefðu gaman að lesa greinina. Nokkrar skemmtilegar : American Beauty - Þar leynist margt skemmtilegt sem hægt að skrifa um. T.d. forboðin ást sem rósablöðin gætu táknað, hommahatur ásamt fleiru. Blade Runner - Margar líkingar og trúarstef þar. Blue Velvet -...

Re: Eiður Smári#22

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hehe hvað með það, hefðir samt átt að geta heimilda. Og varla bjóstu við að viðkomandi eigandi þessarar fólk síðu hefði tekið viðtalið við Eið sjálfan.

Re: Pönk áhugamál

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Í rauninni er rokk áhugamálið ekki endilega staðurinn fyrir pönkið, alveg sitt hvor sýnin. En ég bara held að það sé ekki nóg af sönnum pönkurum hérna inni(nema bara einhverjum sem dreymir um það en hefur ekkert vit á þessari stefnu). Enda eru flestar sveitir sem kalla sig pönk í dag, bara alls ekkert pönk. Allt einhver háskóla-skaterbönd.

Re: Open Water

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég var að sjá hana og hafði bara gaman af henni. Stóð alveg undir mínum væntingum sem voru nú ekkert alltof háar en nokkrar. Kannki að þér finnist hún ekki jafn spennandi því að hún er sannsöguleg og umleið meira raunsæ en margar aðrar kvikmyndir.

Re: Kurt Donald Cobain

í Rokk fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það þarf bara að fara opna Kurt Kobain áhugamál. Þar gætu bara allir þeir sem vilja að send inn grein um Kurt Kobain, þrátt fyrir að það hafi komið margar aðrar greinar, áður um hann. Allavega finnst mér ekki gaman að lesa aftur og aftur greinar um hann, þó að hann hafi verið ágætis tónlistarmaður.

Re: Næst Páfi

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ekki neitt fyndið hjá þér og bara móðgun við kaþólskt fólk sem syrgir núna dauða Páfans.

Re: The Matrix

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Glæsileg grein hjá þér. Þú hefur greinilega gaman af því að kryfja myndir niður vel og rækilega og það ættu fleiri að gera. Haltu áfram að senda inn svona greinar.

Re: Hvaða mynd er besta mynd í heimi?

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Kannski kannastu við hana með nafninu La Vita e Bella?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok