Þetta er reyndar ekki neitt þannig, þó að það verði kannski aldurstakmark. Þetta er hálfgert maraþon. Tarantino kemur til landsins ásamt vinum og heldur þetta með IIFF. Sýna líklegast þrjár uppáhaldsmyndir Tarantinos og svo spurt og svarað eftir hverja mynd að mér skilst.
Slappur? Black Star samanstendur af Mos Def og Talib Kweli, tveim dýrkuðustu röppurum seinni ára. Nema þá að kristmundur hafi verið að tala um dúddana sem eru að gera allt vitlaust á Íslandi að mati Sirkus(hef ég heyrt). Er þú kannskið að spá í þeim síðarnefndu?
Allavega eftir að bróðir hans dó þá hætti hann alveg í þrjú eða fjögur ár. Kom síðan með svakalegt comeback undir nýju nafni(MF Doom) og var með grímu(vildi ekki þekkjast). Síðan þá hefur hann alltaf komið fram með grímuna á andlitinu. Þessi gríma er upprunninn úr Fantastic 4 myndasögunum sem hann gjörsamlega elskar og öll nöfnin hans(held ég?) koma þaðan. Mér finnst þetta alveg vera fínar ástæður fyrir þessu nafni, töff nafn.
Já hann er vandvirkur leikstjóri. Bara orðinn pínu þreyttur á því að það virðist sem hann geri allar myndir sínar í óskarsverðlauna hug, þ.e. engir sénsar. En öllum þarf ekkert að finnast það slæmt, ég er bara dálítið þreyttur á því.
Sjálfur hefði ég gefið Pulp Fiction mitt atkvæði. Held að Tarantino muni ekki koma til með að gera betri mynd. En held líka að hann muni aldrei koma til með að gera slaka mynd.
haha vel orðuð setning hjá mér. Ég bjóst alveg við því að menn yrðu ekki lengi að svara, tók mér samt tíma í að reyna að finna erfiðan ramma úr myndinni. En var samt nokkuð eftirminnileg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..