Ég er með eitt annað sniðugt svona. Eftir að Jules og Vincent lifa af þessa ótrúlegu árás hafa þeir mismunandi skoðanir á hlutunum. Vincent telur þetta vera hundaheppni en Jules segir að Guð sjálfur hafi komið niður og hjálpað þeim, og fer þá að íhuga líf sitt og ákveður að hætta glæpsamlegu líferni sínu. Þetta gerir Vincent ekki. Svo lifir Jules af en Vincent deyr. Tilviljun?