Ég var í tölvutíma í dag og það voru nokkrir að gera fingrasetningarpróf sem höfðu ekki þreytt það. Þar var ein stelpa sem ég hafði ekki séð áður, ný eða eitthvað. Svo blurtar hún út: “Hvaða orð er þetta, hvenær? Ég skil það ekki, þetta er ekki skrifað svona” Allir bara, ha…þetta er skrifað svona, er alltí lagi? Hún bara, nei ég skrifa alltaf hvenar, hef aldrei séð skrifað með æ-i. Þið talið svo skringilega hérna á Ak(líklega að sunnan þá). Tölvukennarinn bara, þetta er nú bara íslenskan sem...