Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Optimus
Optimus Notandi frá fornöld 32 ára karlmaður
634 stig
Autobots, roll out.

Re: Framkvæmdu áður en þú hugsar :D

í Tilveran fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Góð pæling. Þetta er líka alveg rétt, maður er oft að ýkja upp hlutina í höfðinu á sér sem gerir það svo að verkum að maður þorir því ekki.

Re: Veit ekki hvað ég á að gera

í Rómantík fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þú munt ekki vilja vera með henni þegar til lengri tíma er litið ef þú þarft að breyta því hver þú ert til að vera með henni.

Re: Til hamingju með sigurinn MR!

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Magga Lú klappið er helvíti gott, enda stal Flensborg því og notaði á MORFÍs keppninni á móti okkur sem var um daginn. Þeir breyttu bara nafninu.

Re: Til hamingju með sigurinn MR!

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Einmitt, því það kom ekkert hljóð frá okkur þegar strákarnir giskuðu á “hátíðnihljóð” í einni vísbendingaspurningunni á móti Borgó… Þetta eru ósjálfráð viðbrögð, þetta gerist, við unnum, slappaðu af. Ég er reyndar sammála því að þetta sem Konráð gerði (að viðurkenna svindlið) var bara nákvæmlega ekkert öðlingslegt.

Re: Svelti hund í nafni listarinnar

í Hundar fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég á tvo hunda. Ég er á því að þeir hafi tilfinningar. Lestu svarið sem þú svaraðir aftur og þú sérð að það var það sem ég sagði. Ég á bágt með að trúa því að þeir hafi ekki tilfinningarTvöföld neitun.

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ertu að fokking djóka? Þetta er fáránleg alhæfing. Ég er í bekk sem inniheldur fjögur '92 módel, og það gerist oft að menn hreinlega gleyma því að við erum eitthvað yngri, þar sem að við erum alveg fullkomlega eðlilegt fólk og það er voðalega lítill munur á okkur og hinum sem eru örlítið eldri.

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
:D

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég ætla bara rétt að vona að þú sért að grínast…

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Nei, ég tók öll prófin og fékk frekar háar einkunnir, svo ég fór í venjulegan bekk. Bætt við 7. mars 2008 - 17:14 Þ.e. Öll samræmdu prófin.

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þetta fólk er mjög líklega undantekningar. Ég er í MR og nota ekki svo mikinn tíma í heimalærdóm, og það sama gildir um mína félaga í skólanum.

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ef þér finnst fólk eins og Ólafur Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson, Hannes Hafstein, Halldór Laxness, Meistarinn sjálfur Maggi Lú og fleiri merkir menn vera lúðar, þá er svarið já, það eru lúðar í MR. En svona í alvöru, það er geðveikt skemmtilegt fólk í MR að mínu mati. Ekkert frekar lúðar en fólk í öðrum skólum. Þó að MR-ingar leggi kannski meiri metnað í nám en fólk í öðrum skólum gerir það þá ekki að lúðum.

Re: MR-ingar?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég ætla að njóta þess að segja þetta á meðan það er enn eitthvað merkilegt.. Ég er '92 og er í MR. Annars varðandi hvernig hann er: Geðveikur skóli, frábær andi, tvö skólafélög (sem þýðir tvær árshátíðir (sem er geðveikt)), stjórnin á næsta ári verður að öllum líkindum mjög góð, allavega miðað við frambjóðendur. Bekkjarkerfi er líka algjörlega málið, maður tengist fólkinu miklu sterkari böndum.

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Njaaa.. Já og nei. Kannski smá samt.

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Gabbari? Ég? Neeei…

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Mjög svo.

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Nei, ég held að það sé eitthvað til í þessu hjá þér. Ég man nú eftir ófáum svona þráðum, og þá voru oftast einhverjir fáir menntskælingar sem svöruðu, aðallega grunnskólanemar.

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Lærða skólanum í Reykjavík. Bætt við 4. mars 2008 - 19:14 Sem er MR, fyrir þá sem eru ekki með nöfnin alveg á hreinu.

Re: Í hvaða skóla?

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þá ýtirðu nokkrum sinnum á space.

Re: Havð er Hugi.is

í Tilveran fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég man líka eftir því, ég held það hafi verið 2000 eða 2001.

Re: Stæ. Dæmi

í Tilveran fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég held að þú sért ekki alveg að fatta. Ég styð JulesWinnfield í þessu, þó mér hafi fundist óþarfi að kalla þig fávita. r2 er ekki lesið r^2 (r í öðru veldi). r2 = r*2 (r sinnum tveir). Hver sá sem lært hefur stærðfræði í menntaskóla á að vita þetta.

Re: Stæ. Dæmi

í Tilveran fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þetta er alveg rétt. Það þarf nefnilega einhvern sem er ekki stærðfræðingur til þess að lesa r^2 úr r2. Stærðfræðingur, eða bara hver sá sem hefur lært stærðfræði í menntaskóla, les r2 = r*2.

Re: Hugsanir

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Húmor.

Re: Hugsanir

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
ógla djúpt not.

Re: "Gelspray"

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Það frosnar reyndar ekki. Það frýs. (reyndar frýs það ekki einu sinni, heldur harðnar og festist)

Re: Spurningar til kristinna

í Dulspeki fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Einnig er vafasamt að Jesú hafi nokkurntíman verið til, engar ritaðar heimildir eru til um hann Þetta er rangt. Það er talið frekar líklegt að Jesú hafi verið til og hafi verið merkur maður, hvort sem hann gerði nákvæmlega þá hluti sem talað er um að hann hafi gert í biblíunni eða ekki. Þetta er einmitt vegna þess að til eru margar ritaðar heimildir um hann, þ.m.t. biblían. Nei, það er ekki hægt að líta framhjá biblíunni, hún geymir í sér sannleikskorn sem svo styrkjast þegar skoðuð eru...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok