Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Olversdottir
Olversdottir Notandi frá fornöld 62 ára kvenmaður
1.066 stig

Re: Móðir lemur barnið sitt.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mér skilst að nafnið Toogood sé nafn sem hún tók sér en að hún heiti í raun Madelyne Gorman. Ef maður skoða videotökuna af þessu þá virðist hún ráðast að barninu aftur og aftur ekki bara einu sinni. Hún þarf greinilæega hjálp við að læra að stjórna skapinu í sér, það er EKKERT sem réttlætir árásir á saklaus börn sem ekki hafa gert neitt eða geta ekki varið sig. Þó svo að barnið hafi verið óþekkt eða ekki viljað hlýða þá er það ekki ástæða. Barnið er bara 4 ára.

Re: sms til útlanda

í Hugi fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Best að senda af netinu. Kostar ekkert :) Til hvaða lands ertu að spá í að fara að senda? Ég veit að hérna í danmörk geturðu sent af netinu og það koma engar svona auglysingar með eins og á íslandi.

Re: kúlupennar

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Af hverju ekki bara að nota tússpenna ?

Re: Brandarafólk og leiðindarsvör.

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leiðindarsvör eru persónuárásir, skítkast og leiðindi almennt. Eins og ég hef margoft sagt þá er ekkert að heilbrigðri gangríni og rökræðum svo framalega sem það er gert af einhverju vit. Það er alltaf erfitt að vera dómari yfir skrifum annarra svo að við adminarnir hérna gerum okkar besta. Margt kemur inn hérna sem ég er í vafa um hvað á að gera við þannig að það fær þá að vera. Ég hef það fyrir vana að það sem ég er í vafa með það fær að standa en það sem ég er viss með því eyði ég. Ég...

Re: Skipt um gólf

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er hvergi gluggi á þessu og það er ekki op niður eða neitt. það er eins og þetta hafi átt að vera geymsla eða einhvað. Málið er að húsið sem við búum í var sveitaverslunin sem var svo lögð niður fyrir mörgum árum og íbúðarhúsið er tæpir 200 fermetrar og svo gamla verslunarlokalið og lagerinn svo að við höfum ekkert að gera með kjallara líka :) þetta verður því ekkert notað. Við fórum ekki niður en við vorum að reyna að lýsa niður með vasaljósi og svo tók ég nokkrar myndir til við gætum...

Re: Aldurskæling

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hafið þið ekki tekið eftir hvað fólk sem býr þar sem er mikill hiti er mikið fljótara að verða gamalt en þeir sem búa þar sem er kalt ?

Re: Leikskólinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja þá er dóttirin komin heim, þreitt og ánægð. Þetta var víst rosalega gaman, þaug fóru í indjánaleik í skóginum og hún fékk að vera indjánaprinsessan Pokahontas og var ekkert smá ánægð og stolt :). Þau fengu víst pönnukökur í gærkvöldi og bökuðu köku sem þau átu í dag áður en þau fóru heim. Semsagt mjög velheppnuð ferð og ánægð og stolt stelpa sem kom heim. (og mamman ekkert smá stolt af henni)

Talaðu við hann.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég held að það væri best að reyna að ræða þetta við hann. Allavega gera heiðarlega tilraun til þess og láta hann vita í leiðinni að þetta sé eðlilegt og að þú vitir að það gera þetta allir. Ekki láta hann fá á tilfinninguna að hann eigi að skammast sín, það getur haft slæmar afleiðingar. Samt er þetta mjög viðkvæmt og þú mátt búast við að hann vilji ekki kannast við þetta eða ekki tala um þetta. En allavega láttu hann vita að hann eigi ekki að skammast sín fyrir að leita til þín með...

Re: Vísindafrík, afsannið þetta

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Já maður hefur oft heyrt um að fólk komi til að kveðja sínu nánustu áður en þeir yfirgefa þennan lifandi heim og halda áfram inní þann næsta. Fallegt af afa þínum að koma og kveðja, amma þín hefur örugglega verið sáttari við að hann fór af því að hann kvaddi hana.

Re: Heilsukjaftæði nútímans

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sko nottlega besta aðferðin er að taka 1 fjölvítamín á morgnana og borða hollan og staðgóðan morgunmat, hjóla svo í vinnuna eða skólann. Hafa með sér smá nesti til að endast daginn mjög sniðugt að hafa ávöxt til að borða í kaffihléinu og svo jogurt og rúgbrauð í hádeginu. Skokka svo hringinn í krignum vinnustaðinn eða skólann í matarhléinu. Hjóla svo heim að degi loknum og labba útí búð til að kaupa grænmeti til að hafa með kjötinu eða fiskinum í kvöldmatinn. Segið svo að vítamín sé ekki hið...

Re: Bara almennt nöldur...

í Tilveran fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mér finnst eins og þessi manneskja http://urgangur.blogspot.com/ sé í sjálfsmorðshugleiðingum :( er ekki hægt að reyna að ná til hennar og aðstoða hana ?

Re: Heimilið og húsgögn

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er mikið um þetta hérna og þú getur fengið virkilega fallega antikmuni fyrir ekki mikinn pening.

Re: Heimilið og húsgögn

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvernig er það í Noregi GlinGlo er ekki svona Genbrugsbúðir þar líka ? (rauði krossinn, hjálpræðisherinn, kirkjan og einhvað fleira ) Það er allavega hérna og hægt að gera frábær kaup þar, bæði á húsgögnum og fatnaði. Þegar við fluttum þá skildi ég mest alla búslóðina mína eftir og við notuðum okkur þennan möguleika hérna enda var ég orðin leið á öllu gamla dótinu mínu :)

Re: !!!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Rétt hjá þér JHG. Þeir sem ekki hafa áhuga á þessu eða koma hingað bara til að vera með stæla mundu gera betur að eyða tíma sínum í einhvað uppörvandi fyrir sjálfa sig og leifa okkur hinum að vera hérna í friði :)

Re: Brandarafólk og leiðindarsvör.

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Alveg rétt það er ekkert að gagnrýni. Það eru þessar persónulegu árásir sem ég er að tala um. Enda held ég að ef við gætum ekki tekið gagnrýni hérna þá stæðu ekki svona mörg svör við greinonum :)

Re: Heimilið og húsgögn

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hjá mér er, 1. Er ekki með borð í eldhúsinu. 2. Sófasett frá því um 1960 keypt á sama stað 3. Skápur frá ide húsgögnum í viktorian style. 4. Borðstofa og eldhús er eiginlega það sama hérna. Borð og stólar frá því um 1960 -1970, skenkur frá því um 1930 - 1940 úr genbrugsbúð hérna í danmörk. 5. Rúm gamalt líka frá genbrug (endurnotað)toiletmubla frá því um aldamótin 1900. 6. Hálfkojur með skrifborðum undir úr rúmfatalagernum, kommóður úr genbrug. Allt gamalt og gott :)

Re: Að búa í Danmörk.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mér finnst mesti munurinn vera sá að hérna er hugsunarhátturinn annar. Við eigum ekki meiri pening en við fáum meira fyrir krónuna af því sem telst nauðsynjavara fyrir fjölskylduna. Hérna hefurðu efni á að eiga alltaf mat fyrir börnin. Hérna þarftu ekki að vinna 14 - 16 tíma á dag til að halda heimili. Hérna læturðu nægja það sem þú átt. Þú þarft ekki að vera með heimilið tipp topp og alla í tískufötum. Hérna eru börnin ánægðari heldur en þau voru á íslandi. Hvort það er af því að hérna er...

Re: Að búa í Danmörk.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Gott hjá þér :)

Re: orka

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mjög gott innlegg hjá þér. Það er nefnilega stór spurning, af hverju notum við ekki stærri prósentu af heilanum ? Ég veit að öll búum við yfir orku sem er ekki búið að beisla það eru bara margir sem loka alveg á þetta og neita að trúa, einfaldlega af því að það er ekki einhvað sem er búið að sanna með vísindarökum eða að þetta er einhvað sem ekki er hægt að snerta. Vona að þið skiljið hvað ég á við. Takk fyrir gott innlegg í umræðuna (sem mér fannst vera komin útí skítkast og leiðindi og þar...

Re: Þeir kraftar sem búa í sjálfum manni

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Já já, alltaf einhverjir brandarakarlar hérna. Wick3t á ekki að segja okkur hver brandarinn er svo að við hin fáum tækifæri til að hlægja með þér ?

Re: Alveg merkilegt!!!!!!!!!!!!!!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Gott innlegg hjá þér Adddi. Málefnanleg gagnríni er af hinu góða en persónuárásir eru slæmar. Svo einfalt er það. Við upplifum hlutina á misjafnan hátt og allir eiga rétt á sinni skoðun. Ég kíki oft inná Heimspeki og sagnfræði og það er margt þar sem ég er kannski ekki sammála, ég er nú samt ekki að niðra greinar þar né greinahöfundi. En mér finnst gaman að geta rökrætt við fólk sem hefur einhvað til málanna að leggja og að fá sjónarhorn annarra en ég nenni ekki að vera að fara útí leiðinda...

Re: Alveg merkilegt!!!!!!!!!!!!!!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Eins og ég benti á þá er þetta OFT börn sem eru með stæla bara til að koma af stað umræðu eða rifrildi og eru svo að hafa gaman af. Ég var ekki að dæma alla efasemdarmenn sem börn. Einnig var ég að óska þess að þessi börn þroskuðust og lærðu að við höfum öll okkar trú hvort sem það er vantrú á hluti eða trú í blindni. Þeir sem trúa á Álfa og Tröll eiga öll sinn rétt á þeirri trú einnig börnin sem trúa á jólasveininn. Það er þeirra trú og okkur hinum ber að virða það. Öll eigum við okkar trú...

Re: Þeir kraftar sem búa í sjálfum manni

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Æi sumir þykjast vera miklir brandarakarlar :) Og aðrir halda að Jónurnar reddi heiminum :) Og enn aðrir eru bara svo lokaðir að þeir vilja ekki skilja neitt nema það sem er hægt að snerta. Við hin verðum bara að vera umburðarlynd gagnvart þessu fólki því að það á bágt. Því miður er þetta áhugamál þess eðlis að það laðar að sér þetta fólk.

Re: Alveg merkilegt!!!!!!!!!!!!!!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Því miður þarf sumt fólk alltaf að vera á móti öðrum. Þetta er einhvað sem verður ávallt fyrir hendi. Það er bara að fylgjast með að ummæli þeirra verði ekki of særandi. Við hin sem trúum, vitum betur og verðum bara að vera umburðarlynd við þá vantrúuðu. Oft eru þetta bara börn með stæla sem þykjast kunna allt og vita allt fram yfir okkur hin. Vonandi þroskast þau og læra hvað lífið felur í sér.

Re: Að búa í Danmörk.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ja eins og ég tók fram í greininni þá verður að vega og meta plúsa og mínusa. Það eru mínusar allstaðar þetta er bara spurningin um hvað maður vill lifa við :) Á meðan maður er með lítil börn þá er ekkert gaman að verða að vinna í 12 - 16 tíma á sólarhring til að geta fætt og klætt börnin og haft þak yfir höfuðið. Við viljum frekar hafa tíma fyrir börnin. Það er ekkert eins dýrmætt og uppvaxtarár barnanna. Við höfum þau lánuð í 18 ár svo eftir það kemur í ljós hvernig okkur hefur tekist að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok