Helstu hugmyndirnar eru þó að fælni : 1. Fælni verði til með skilyrðingu, svo sem klassískri skilyrðingu. Í þessu felst að það sem fælnin beinist að hafi í fortíðinni parast við eitthvað sem vekur ótta með fólki af náttúrunnar hendi og fari því að vekja sömu óttaviðbrögð. Dæmi um þetta er ef fólk lærir að óttast tannlækna því þeir parast við sársauka. 2. Fælni myndist með herminámi eða óbeinni skilyrðingu, þar sem fólk læri að hræðast það sem aðrir hræðast. Dæmi um þetta er ef barn fer að...