Margt gerst en eitt sem gerðist nýlega en ætla byrja á byrjuninni. Var andvaka eina nóttina og ætlaði að hlusta á þarna where's your head at lagið og mundi myndbandið (hundur með mannshöfuð og voða krípí) og hætti við, því jú, mér fannst þetta krípí lag. Svo kvöldið eftir settist ég í bílinn og ætlaði að fara setja lykilinn í svissinn en áður en ég setti hann í þá kviknaði ljós í mælaborðinu og útvarpið fór í botn og þessi texti kom “WHERE'S YOUR HEAD AAAAAAAT”. Það var krípí.