Ég skal reyna að svara þessu eftir bestu getu. Ég veit reyndar ekki hvenær þetta byrjar en ég mundi giska á milli 19-21. Norðurkjallarinn er í MH (no shit) og það er gengið inn í hann frá malarbílastæðinu. Það er örugglega nóg að mæta bara á staðinn og kaupa miða. Mæta bara tímalega fyrst þú ert að fara að keppa. Svo staðfestir þú þig örugglega með því að senda Dóra skilaboð hér á huga.