Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: æjjiiiii..;P

í The Sims fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég heyrði að maður getur látið Townie-ana eldast með manni í Free Time. :D ætla að fá mér hann bráðum, enda Sims loksins kominn í lag hjá mér eftir margra mánaða pásu. (: Loksins get ég prufað Bon Voyage sem ég keypti fyrir löngu!

Re: Danksa :(

í Tungumál fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ef maður ætlar til einhvers lands þá getur maður bara æft sig fyrir það, og lært þar, frekar en að allir hérna séu látnir læra, í þessu tilfelli dönsku, EF þeir skyldu ætla að fara á þessar slóðir einhvern daginn, eða fara í business með Dönum, sem þá hlytu að kunna ensku hvort eð er. Ég man ekkert eftir dönskunni sem ég lærði í grunnskóla og framhaldsskóla, enda er ég ekkert á leið til norðurlandanna, og hef enga not fyrir hana. Var samt alveg oft hæst í bekknum o.s.fr. Hefði nú alveg getað...

Re: Talsetningarnámskeið...

í Teiknimyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
mjööööög sammála.

Re: tannlæknar :(

í Tilveran fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Mér hefur aldrei fundist það vera neitt mál að fara til tannlæknis.

Re: Hey, hey, hey we say ho, ho, ho

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Breytir því ekki að þetta lag er mest grípandi af þeim sem eru eftir. Sporin sem stelpan tekur eru hinsvegar hræðileg, og hún þarf já að æfa sig betur að syngja live.. :0 Og hey ho-ið þarf að vera sterkt.

Re: Nýtt japanskt cover af Dschinghis Khan

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Já nei þær eru svo sem ekkert litlar lengur.. (: En litlar miðað við upprunalegu flytjenduna. Meðalaldurinn þeirra er 14, 15 ár.

Re: erfitt að opna sig fyrir foreldrum

í Djammið fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég fatta ekki hvað ykkur finnst gaman við það að drekka áfengi.

Re: Ljótur toddler!:S

í The Sims fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ef að tennurnar eru ekki að stingast út fyrir skinnið, eða eitthvað álíka fáránlegt, þá myndi ég nú bara sætta mig við þetta. Allt í lagi að eiga smá “ljóta” simsa. Það er ekkert gaman ef þeir eru allir eins. :D

Re: Ljótur toddler!:S

í The Sims fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Já, og vélin er verðlaun fyrir Show Business starfið, sem kom í University aukapakkanum, þannig að maður verður að eiga hann. (:

Re: Jei, þau 2 komin áfram!!!

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
vonandi er þér ekki alvara með Birgittu+Magna lagið. Og Eurobandið er allt of.. Eurobandslegt. Þó það sé skárra en margt annað í þessarri keppni. en, til hamingju.

Re: svindl

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
ég er sammála, af því að ef maður er með stóran garð þá gerist það ENDALAUST mikið. mætti allavega gerast sjaldnar.

Re: smá vesen hérna :'D

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
bara að vera nógu duglegur. Ef maður er með marga reiti, þá þarf mikla vinnu í þetta. Mátt ekki ofvökva, heldur.

Re: Tyrkir á msn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ha, af hverju spyrðu? Þeir taka allavega þátt í Eurovision.

Re: Tyrkir á msn!

í Tilveran fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Einu Tyrkirnir sem hafa bætt mér á MSN listann sinn eru ósköp saklausir Eurovision aðdáendur, bahahaha.

Re: Innblásturinn ykkar?

í Myndlist fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég fæ innblástur þegar ég er komin undir sæng og er að fara að sofa. Annars líka þegar ég er nýbúin að horfa á mynd, þegar ég hlusta á góða tónlist, o.s.fr. Eða er í göngutúr. Ekkert endilega teikning sem kemur út úr því samt.

Re: það sem ég kann í japönsku

í Tungumál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
ég held að þú meinir: gomen nasai (o)kaasan aishiteru og svo kannski bæta da eða desu aftan við nr. 6 og 7.

Re: Hjálp með val á leikjum...!!

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já. (: Sjálf á ég alla aukapakkana, en engan stuff pakka. Finnst þeir vera óþarfi.

Re: stelpur vs. strákar

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Já það var alltaf flóð af strákum hjá mér. en svo kom flóð af stelpum.

Re: Man Klárlega ekkert !

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki með Vista, en myndin þín er aðeins og lítil til að maður geti lesið og séð hvað er í gangi. Ertu nokkuð með þetta í sér möppu sem er í downloads? Það á ekki að vera þannig. Þarf allavega lesanlegan texta til að hafa hugmynd um hvað er í gangi. Kannski getur einhver annar hjálpað þér.

Re: Hjálp með val á leikjum...!!

í The Sims fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Bon Voyage: aukapakki, nýjir leikmöguleikar og eitthvað af nýju dóti allt með “stuff” í nafninu: aukadót í leikinn (hlutir, ekkert nýtt hægt að gera) Þannig að ég myndi fá Bon Voyage. Freetime (sem er aukapakki eins og Bon Voyage) er hvergi kominn út.

Re: Futurama

í Teiknimyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Uppáhalds þátturinn minn. Er myndin til sölu hér á landi~? Á ennþá eftir að sjá hana.

Re: það sem ég kann í japönsku

í Tungumál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
ganbarimashita ne.

Re: Snjó, tré og fótspor.

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Tókstu hana svart-hvíta?

Re: Bíómyndaleikurinn TAKIÐ ÞÁTT

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Mini Moni ja Movie: Okashi na Daibouken

Re: áramótaskaupið

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Tjaaa, það eina sem mér fannst fyndið voru Hitler bækurnar. Þetta var ekki nógu gott í heildina.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok