Noproblem hefur aldrei rangt fyrir sér. :) Sagði aldrei neitt um að þú ættir ekki merkja myndirnar þínar, þannig að þú getur bara sjálfur haft eins rangt fyrir þér og þú hélst að ég væri að hafa fyrir mér. tadaaa. Ég var eingöngu að ýja að fáránleika þess að merkja svona myndir. Þú mátt hinsvegar gera það við þær sem þú vilt, og sömuleiðis ef einhver vildi gera eitthvað við hana þá væri það lítið mál og þessi merking ekki til að stöðva neinn. Svo þegar þú gerir þér grein fyrir gagnsleysi...
Þú ert búinn að vera að þessu hvað lengi, hálft ár kannski? Ef þú heldur áfram verður þér skítsama um þessa mynd, því þetta er bara skyssa frá því þegar þú varst að byrja. (allir sem eru að gera eitthvað af viti eru búnir að vera að þessu á hverjum degi í mörg ár skiluru. Fyrstu smellirnir eru verðlaust prump) Ef þú hættir bráðlega verður þér skítsama um þessa mynd því þetta verður bara skyssa frá því þegar þú varst að krafsast áfram í ljósmyndun. Allt annað er kjaftæði og sjálfumgleði sem...
Þetta segir okkur ýmislegt um kapítalisma á svipaðan hátt og harmleikur Sovíetríkjanna segir okkur ýmislegt um kommúnisma. Það er kominn tími til að mannkynið deyji út.
Aaaah, k. Var einhvernvegin alveg fastur í því að þetta væri Kubrick ;-) En takk fyrir leiðréttinguna. Eitthvað varið í aðrar myndir eftir Coppolla? Bætt við 7. maí 2009 - 13:32 F*ck me. Sleepy hollow, virgin suicides, Godfather…
Við skulum leyfa því að vera fyrir hvern og einn að túlka grínið í þessu og hvoru megin það liggur, enda sýnir skilningur manns ýmislegt um manns innri mann.
Hefurðu srsly ekki séð hana? Á að gerast í víetnam stríðinu. Hún fjallar eiginlega um hermann sem er sendur að leita uppi og drepa einhvern hershöfðingja sem er eiginlega búinn að stinga af með hóp af mönnum og farinn að berjast öðruvísi en er yfirstjórn hersins þóknanlegt. Hugmyndir hershöfðingjans eru ágætlega kynntar í gegnum myndina, ásamt því sem maður fær ágæta mynd af ‘ástandinu’ í víetnam og hversu heimskulegt þetta var alltsaman og hversu fáránlegar aðstæður hermennirnir bjuggu við....
Datt einusinni niðrá frekar áhugaverða skáldsögu (byggða á raunverulegum atburðum, jadajada) sem fór ágætlega útí þetta. Ef þig vantar eitthvað að lesa mæli ég með henni. http://en.wikipedia.org/wiki/The_Naked_and_the_Dead Svo er þetta eitt af umfjöllunarefnunum í Kubrick myndinni Apocalypse Now, ef einhver nennir að pæla í henni. “Þessi tími er betur varinn” Fáránleg setning. Þetta á náttúrulega að vera “Þessum tíma er betur varið”.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..