Það sem ég á augljóslega við er að þessi innlimun mökunarferlisins í neyslumenninguna er beinlínis ógeðsleg og óviðeigandi. Við þurfum ekki að kaupa okkur inn í eitthvað sjóv eða borga einhverjum fyrir einhverja þjónustu sem afsökun til að hittast og vera saman. Hittumst bara, spjöllum saman, kynnumst. Blöndum því ekki að óþörfu við tilbúna þörf okkar til að kaupa óþarfa þjónustu. Auðvitað gerir fólk það í bíómyndunum, það er sjálfsviðheldni þessarar annars sjálfsdrepandi menningar, en við...