Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Gjaldþrot offjárfestinga í landbúnaði.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bændur hafa áður sýnt að þeir láta ekki allt yfir sig ganga. Í byrjun síðustu aldar mótmæltu bændur t.d. lagningu síma frá Íslandi til Evrópu. Þú segir: [Bændur] “létu það ekki sig yfir ganga að flytja inn norskar kýr, sem hefði kostað þjóðina töluvert rannsóknadúllerí allra handa”. Ég er fullkomlega sammála því að kynbæting á íslenska kúastofninum sem hefði aukið mjólkurmagn, bætt gæði kjötsins og gert gripina harðgerai, hefði örugglega kostað “rannsóknardúllerí”. Kynbætur á korni sem gerði...

Re: Gjaldþrot landbúnaðar á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Alþingismenn taka flestir málstað sérhagsmuna fram yfir málstað almannahagsmuna, hvort sem fjallað er um grænmeti eða eitthvað annað, af því að þeir vita, að þeir komast upp með það. Kjósendur munu ekki láta umboðsmenn sérhagsmuna fá makleg málagjöld. Starf alþingismanna og einkum þeirra alþingismanna, sem Alþingi gerir að ráðherrum, felst einkum í að veita sérhagsmunum brautargengi. Frægust dæmi um slíkt eru í landbúnaði og sjávarútvegi, en sama stefna einkennir líka störf ríkisstjórnar...

Re: Kúkurinn í lauginni. (Davíð)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Margír áhangendur Sjálfstæðisflokksins virðast fylgja flokknum líkt og áhangendur knattspyrnuliða. Þ.e.a.s. það virðist vera nákvæmlega sama hvað “þjálfarinn” gerir og hvernig liðið stendur sig, áhangendurnir standa alltaf með “sínu” liði. Mér finnst t.d. ótrúlegt hve margir sem minna mega sín í samfélaginu dýrka Davíð og allar hans gjörðir, skattahækkanir á þá lægst launuðu, skattalækkanir til stórfyrirtækja og hátekjufólks. Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta fólk sé haldið...

Re: Innflytjendamál Bandaríkjanna í grófum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég minni fólk á að Bandaríkjamenn eru rúmlega þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, þannig að þegar þessar tölur eru skoðaðar í réttu samhengi sér maður annan flöt á málinu. T.d. samsvara 100 þúsund Bandaríkjamenn 85 Íslendingum miðað við fólksfjölda. Bandaríkjamenn misstu ca. 60 þúsund hermenn í Víetnam, það samsvarar 50 Íslendingum. Ég minni líka á að það er auðvelt að stöðva straum ólöglegra innflytjenda með því að beita sér fyrir bættum hag fátækari ríkja.

Re: Spilltir og ósannsöglir stjórnmálamenn

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hér eru nokkrar staðreyndir í málinu: 1. DO sagði eftir Borgarnesfundinn að ISG færi með rangt mál að hann skipti sér aldrei að rannsóknum á fyrirtækjum, hvað þá að hann sigaði lögreglu á fyrirtæki. Lögreglan þrætti einnig fyrir og fóru fram á afsökunarbeiðni ISG. Sp: Hvers vegna segir DO þá núna að hann hafi haft samband við lögreglu og tjáð henni óformlega frá múturgreiðslum sem innihéldu svart fé og væri þ.a.l. eins ólöglegt og hugsast getur? 2. DO segir til að byrja með að hann hafi ekki...

Re: Morgunblaðið

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Morgunblaðið er orðið ómerkilegt flokksmálgagn. Þið munið hvernig það var þegar mál Árna Johnsen var að koma upp, allir fjölmiðlar uppfullir af því máli, en Mogginn þagði … þangað til Árni bullaði einhverja lygavitleysu og yfirklór í blaðið sem átti að hreinsa hann. Ritstjórnin birti birti síðan lygavitleysuna ÁN ÞESS AÐ ATHUGA MÁLIÐ FREKAR. Það voru síðan aðrir fjölmiðlar sem komu upp um málið. – Tókuð þið líka eftir öðru; það voru bara þrjár myndir af Davíð Oddssyni í Morgunblaðinu í dag,...

Re: Virðingarleysi gagnvart íslenskum stelpum

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Við búum í Thailandi norðursins. Hingað koma tippakallar í kynlífsferðir. Á ég síðan að vera stoltur yfir því að vera Íslendingur? Mæli annars með að áhugafólk um þetta málefni leggi leið sína á Píanóbarinn, þar má sjá atferli sem væri verðugt rannsóknarefni fyrir mannfræðinga. 97% af gestum þess staðar eru þéttholda íslenskar stelpur, kanar af vellinum, svertingjar og tælenskar stúlkur. Þessi gestablanda er mjög áhugaverð fyrir allt áhugafólk um mannlega hegðun.

Re: Óvinir höfuðborgarsvæðisins sv. til Vikari

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ef mér dytti skyndilega í hug að gera byggja hús á jörð fjölskyldu minnar sem er uppá hálendinu, ætti ég þá heimtingu á því að milljónum af almannafé væri eitt í vegagerð og jarðgöng þangað? Mín vegna má fólk búa hvar sem það vill, en þeir sem það kjósa verða þá að bera þann kostnað sem af því hlýst sjálfir. Byggðastefnan væri annars efni í nýjan umræðugrunn hér. Aldrei að vita nema ég setji saman eina grein um byggðastefnu Framsóknarflokkanna.

Æviágrip Davíðs Oddsonar

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki svarað spurningu þinni nógu skýrt, hér er æviágrip Davíðs, vonandi hámarkar þetta svar mitt hamingju þína: Hann fæddist í Reykjavík 17. jan. 1948. For.: Oddur Ólafsson (f. 11. maí 1914, d. 4. jan. 1977) læknir og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (f. 28. apríl 1922) bankaritari. K. (5. sept. 1970) Ástríður Thorarensen (f. 20. okt. 1951) hjúkrunarfræðingur, B.Sc. For.: Þorsteinn Skúlason Thorarensen og k. h. Una Thorarensen, f. Petersen. Sonur:...

Re: Óvinir höfuðborgarsvæðisins sv. til B52

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum. Ég er hins vegar kominn á þá skoðun að það sé kominn tími á stjórnarskipti, það er engum, hvorki mönnm né flokkum, hollt að vera of lengi við völd. Ég er sammála þér að margt hefði mátt betur fara í sambandi við hönnun mislægra gatnamóta sem byggð hafa verið á undanförnum árum. Það er t.d. beinlínis lífshættulegt að fara yfir gatnamótin við Nýbýlaveg. Og ég veit til þess að margt gamalt fólk tekur á sig stóran krók til að þurfa ekki að fara þarna...

Re: Davíð Oddson

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Of lengi segja sumir. Flestir Íslendingar eru frjálsir menn og sínir eigin herrar. En til eru þeir, ekki sízt á hæstu stöðum, sem haldnir eru þrælsótta og skríða í duftinu. Til dæmis eru margir áhrifamenn í viðskiptalífinu hræddir við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þeir koma beint og óbeint til hans fyrirspurnum um, hvort þeir megi ráða þennan eða hinn í lykilstöðu og hvort þeir megi taka þessa eða hina stefnuna í rekstri fyrirtækisins. “Hvað skyldi Davíð segja”, spyrja þeir sjálfa sig og...

Re: Laun forstjóra Kaupþings

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Forstjóri Kaupþings á sjálfsagt skilið að eiga fyrir salti í grautinn. Minnisstæðastur er hann þó fyrir einna verst rekna lífeyrissjóð landsins, Einingu. Vandamálum Kaupþings var sópað yfir í Einingu á kostnað sjóðfélaga. Þykir slíkt vafalaust greindarleg fjármálastefna í samræmi við nútímasiðferði í viðskiptum. Athyglisvert er, að mikið af herfangi forstjórans var ekki fengið með hagnaði af rekstri, heldur með sölu eigna fyrirtækisins. Formaður verzlunarmannafélagsins og aðrir...

Re: Er Bush að missa það?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Stríð er fyrsta úrræðið Þótt ráðamenn bandaríkjanna séu stríðsglaðari en fyrirrennarar þeirra, er öll saga utanríkisstefnu landsins blóði drifin. Ég minni á stríð Bandaríkjanna í Kóreu, Vietnam, Persaflóa og Afganistan, stuttar atlögur við Líbíu, Panama, Grenada og Sómalíu, langdregin átök á borð við kalda stríðið, stríð gegnum leppa í Angóla og Mósambík, stríð að tjaldabaki í Líbanon og Kambódíu, leynistríð í Chile og Kúbu, Nicaragua og El Salvador. Eins og fyrri heimsveldi á borð við Róm...

Re: 6210 - ekki mjög góðir símar!

í Farsímar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Reynslan af 6210 er ekki mjög góð. Þeir eru í fyrsta lagi dýrir, þeir eru bilanagjarnir, þeir þola ekki mikið hnjask og þeir eru nokkuð stórir og þungir. Ef þú vilt fá góðan síma sem endist í nokkur ár jafnvel, og vilt ekki borga mikið fyrir hann. Fáðu þér þá 5210, hann er vatns- og höggvarinn. Hann er lítill og léttur og það besta er … hann er ódýr. Ekki láta plata inná þig einhverjum dýrum síma sem þú síðan týnir fljótlega eða ert alltaf í stressi yfir að skemma ekki. Nokia 6210 er...

Re: Fjármálasukk hjá flokksgæðingum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
kommon, ekkert skrítið við það. Þrír símar á mann, það verður að vera hægt að ná í þetta fólk. - Í alvöru, ég vil fá að sjá fangelsisdóma. Þetta er ekkert skárra en það sem Árni Johnsen gerði. Jafn vel verra, hann var jú bara “að greiða sér ógreidda yfirvinnu”.

Re: Í gærnott klukkan half fjögur a svörtum benz!!!!!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lýsingin á við kaupsýslukonu sem ég kannast við. Hún hefur verið að koma af viðskiptafundi, þybbni gaurinn er pimpinn hennar: Saleem feiti. Gangi þér vel með hana, en vonandi áttu ríkan pabba. 45.000 kr. klukkutíminn fyrir fastakúnna.

Re: Landbúnaðarstefna Framsóknarflokkanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Mín vegna gæti nýsjálenskt kindakjöt verið versti matur í heimi, en þið misskiljið flest megininntak greinarinnar. NEYTENDUR EIGA AÐ FÁ AÐ RÁÐA. Þetta með kindakjötið var bara eitt lítið dæmi. Ég vil t.d. ekki að einhver stofnun segi mér að skór framleiddir á Akureyri séu þeir einu réttu, og þess vegna eigi ég aðeins að ganga í þesskonar skóm. Ég vil geta valið sjálfur hvernig skóm ég geng í, valið skóna út frá verði og gæðum. Nú stendur yfir fundur hjá alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO)....

Re: ADSL , ping test

í Half-Life fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég pingaði skjalfti4.simnet.is og fékk þetta, ég er í 105 hverfinu í Rvk, m. 256Kb adsl, XP, 600mhz pIII cpu. Og þetta var gert um miðja nótt. Gaman að sjá hvaða ping þið fáið. Pinging skjalfti4.simnet.is [194.105.226.104] with 32 bytes of data: Reply from 194.105.226.104: bytes=32 time=39ms TTL=252 Reply from 194.105.226.104: bytes=32 time=14ms TTL=252 Reply from 194.105.226.104: bytes=32 time=16ms TTL=252 Reply from 194.105.226.104: bytes=32 time=70ms TTL=252 Ping statistics for...

Re: Ég vorkenni.....

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Frjálshyggja er ekki til nema slagorð hjá Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru örgustu afturhalds og einangrunarsinnar. Eru íslendingar heiladauðir. Geta lýðskrumarar eins og Davíð bara skipt um skoðun hjá okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur heldur hagsmunasamtök um völd og peninga. Þeir vilja halda okkur utan við evrópu til að hafa einkarétt á rassinum okkar eins og hingað til.

Re: Íslenskur raunveruleiki

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta fer í loforðafötuna sem Dabbi og Dóri hafa verið að æla í undanfarið. Helvíti var þetta frábær hugmynd hjá Framsóknarflokknum að láta ráðherra segja af sér þingmennsku. Þetta þýðir bara að sex fjósablesar til viðbótar fara á launaskrá hjá okkur skattgreiðendum. Eins og þrískipting ríkisvaldsins hafi verið sérstakt áhyggjuefni framsóknar gegnum árin??!! Það má vel vera að það eigi að skilja betur á milli en það á þá að afgreiða það með stjórnarskrárbreytingu og fækka þingmönnum á móti...

Re: I gærnott klukkan half fjögur a svörtum benz!!!!!!

í Djammið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hljómar einsog hún sé kaupsýslukona að krúsa með pimpinum sínum. Farðu á einkamal.is vinurinn, þar færðu ódýrari þjónustu kaupsýslukvenna.

Re: DC / Stef og Tónlistardiskar.

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sammála, það eru bara hálfvitar sem kaupa CD á 2300 kall. Ef diskur kostaði ca. 1200 kall, tæki því varla að fjölfalda hann og sala á geisladiskum myndi aukast um … 800%?

Re: Stef - Leggja þetta helvíti niður ?

í Rokk fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Til að alls réttlætis sé gætt þarf að leggja gjöld á eftirtalin efni og hluti til að bæta fyrir hugsanlegan skaða sem einhver gæti orðið fyrir. Þeir sem hugsanlega gætu orðið fyrir tjóni vegna eftirtalinna hluta eru hvattir til að fá ríkið í lið með sér til að innheimta skaðabótaskatt. Pappír og ljósritunarvélar. Hægt að taka afrit af bókum. Fyrir rithöfunda og bóksala t.d. Sement, sand og gips. Hægt að gera eftirlíkingu af styttum. Fyrir myndlistamenn t.d. Bíla. Hægt að leggja við stöðumæla...

Re: Strákur sem er ári yngri!!

í Rómantík fyrir 22 árum
Þú ættir bara að gleyma honum. Hann er greinilega ekki góður pappír og þú alltof góð fyrir hann.

Re: er aldur afstæður??

í Rómantík fyrir 22 árum
Ef ég væri pabbi stelpunnar, myndi ég kæra þig til lögreglunnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok