Var einhversstaðar á bilinu 10-12 ára. Stelpa í bekknum mínum var að lesa þessar bækur og kom með eina bókina í skólann. Ég sá bókina og ákvað að kíkja á þessar bækur. Amma átti flestar bækurnar og ég fékk þær lánaðar, restina af bókasafninu. Gat ekki slitið mig frá þeim. :) En já síðasta bókin… Frekar mikil vonbrigði. :P
Ljósið á heiðinni, Úr viðjum einmanaleikans, Flótti frá frelsi (minnir mig að hún hafi heitið) og eitthvað sem hét Tár eitthvað.. Bætt við 11. ágúst 2007 - 00:19 Plús Galdrameistarinn og Ríki ljóssins.
Sunna var svarthærð, Silja með rauðleitt. jarpt hár minnir mig. Sunna var með græn augu sem urðu stundum gul. Man ekki með Dag.. Ljós/skolhærður eða eitthvað..
Ef þú átt nr. 4, 5 eða 12 í Ísfólkinu skal ég skipta á móti númer 7 í Galdrameistaranum.. En já heilu bretti.. Getur athugað hjá konunni í Kolaportinu.
Það má alveg deila um það. :) Fyrir mitt leyti þá hafa Íslendingasagnirnar meira skemmtanagildi en Biblían. Fyrir utan það að þær eru ekki trúarrit og svo luma þær á einhverjum sterkum kvenpersónum.
Jæja. Ég leyfi mér að efast um sannleiksgildi Biblíunnar. En það sem ég hef lesið af henni og heyrt um hana er flest allt svo gegnsýrt af karlrembu að MÉR finnst hún vera drasl. Annars jújú, kannski ágætis lesning fyrir fólk sem fílar svona efni. Bara álitamál.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..