Ég þoli ekki þegar strákar segja að stelpur sækjast bara í vondu strákana, aftur og aftur. Það er ekkert hægt að alhæfa svona! Það er ekkert okkur að kenna að við lendum í svona strákum, við kannski hittum einhvern sem lofar góðu og við þekkjum kannski ekki mikið þannig að við vitum ekkert hvort hann sé góður eða ekki. Svo fer hann illa með mann og þá situr maður eftir sár. Þetta er bara dæmi. Við viljum ekkert slæma stráka, þeir eru bara svo margir og það er erfitt að finna góðu strákana.