ótrúlegt hvað vélbúnaðarvandamál eru tíma- og peningafrek! Ég átti WD 40 Gb disk sem heyrðist líka svona óhugnarlegt hljóð þegar ég kveikti á tölvunni. Þetta var eini diskurinn minn, ég bankaði laust, fast, hristi hann smá, en ekkert gekk. Fór með hann í viðgerð, en þeim tókst ekki heldur að laga hann (Aco btw (fyrir samruna)), þannig að ég tapaði öllu. Er núna með 60 Gb Maxtor, ákvað að kaupa hann eftir miklar rannsóknir (stöðugleiki, hraði og lítill hávaði fara best saman í maxtor).