Ég er alveg sammála því að wii sé að einhverjum hluta íþrótt, eða að minnsta kosti líkamsrækt. Ég á svona tölvu og ég hef fengið strengi eftir að vera að boxa og spila hafnarbolta í Wii Sports leiknum. Svo er núna kominn einhver leikur sem heitir wii fit eða fitness og er með alskonar líkamsræktaræfingum - hef samt ekki prófað hann, bara séð auglýsinguna. En leikir í öðrum tölvum finnst mér ekki teljast sem íþrótt - nema svona sem maður dansar á mottu í playstation.